Húnavaka - 01.05.1978, Page 141
Pétur Pétursson,
Höllustöðum.
Feeddnr 30. nóvember 1903. — Dáinn 7. maí 1977.
„Mínir vinir fara fjöld" kvað Bólu-Hjálmar. Svo horfa þau mál við
á öllum stundum og öllum öldum. Hendingin vekur söknuð, þótt
liann sé löngum tengdur margvíslegum litbrigðum. Þó svo horfi við
sem hér, að vér horfum eins og
Egill í tregabliindnum huga á
auða sætið, „ófullt og opið
standa", verður og að játast, að
þar geta líka horft við oss eins og
honum, „fengnar bölva bætr, er
betra telk," í hvíld hins örþreytta
manns. Og hún getur orðið eina
lausnin, þegar annað er ekki fyr-
ir hendi, en vonlaus barátta við
þann, sem engu eirir.
Pétur fæddist á Steiná í Svart-
árdal 30. nóv. 1905. Foreldrar
hans voru Pétur Pétursson, — síð-
ar um alllangt skeið — kaupmað-
ur á Akureyri, húnvetnskur að
ætt, og Ingibjörg Sigurðardóttir,
skagfirzk að ætterni, síðar hús-
freyja á Steiná um langt skeið,
vel gefið hetjukvendi.
Pétur lauk prófi frá Hólum 1924, stundaði nám í Noregi um
tveggja ára bil, fyrst verklegt nám við landbúnaðarháskólann í Ási,
síðar fjárræktarnám við sauðfjárræktarstöðina í Edöy. Fyrstu árin
eftir heimkomuna vann hann að jarðyrkju með hestum og gerðist
jafnframt trúnaðarmaður Búnaðarfélags íslands 1928 og hélt jiví
starfi til 1942.
Pétur Pétursson, Höllustöðum.