Húnavaka - 01.05.1978, Side 142
140
H Ú N AVA K A
Pétur kvæntist 2. júní 1933 Huldu dóttur Páls Hannessonar,
hreppstjóra á Guðlaugsstöðnm og konu hans Guðrúnar Björns-
dóttnr, — fjölþættri og mikilhæfri konu. Þau stofnuðu heimili sitt
það vor. Fyrsta snerting þeirra við búskap varð sú, er heimskreppan
bjó þjóðinni í hinu geigvænlega verðhruni á fyrri hluta fjórða tugs
aldarinnar. Þær rnyndir, sent þá blöstu við í íslenzkum þjóðháttum
og þó — að helgreipum mæðiveikinnar ógleymdum — eru slíkar, að
þótt þær væru nú dregnar af fyllstu heil.ndum, mundi sú kynslóð,
er nú ræður, telja þær firrur einar. Þess skal ekki heldur freistað nú,
enda annað nærstæðara.
Fyrstu hjúskaparárin voru þau að nokkru staðfestvdaus, en festu
kaup á Höllustöðum 1935, fluttu þangað og ráku þar bú við vaxandi
getu, unz Páll sonur þeirra giftist og settist þar að móti þeim. Hefur
sú sambúð þróazt með glæsibrag og þó þannig, að þrátt fyrir mjög
aukin umsvif, hefur kynslóðaskiptanna orðið furðn lítið vart, þegar
sezt var inn á heimili þeirra hjóna og augum rennt yfir umhverfið.
Var þeim þó ljóst, er þekktu, að lneysti beggja var brugðið hin síðari
ár, þótt í því efni hafi nú um skeið gengið meir á hans hlut en henn-
ar. Stóð hann þó æðrulans og óbugaður, þrátt fyrir endurteknar
erfiðar dvalir á sjúkrahúsum og einsýnt þætti um úrslit í nánd.
Pétur á Höllustöðum var einn þeirra mörgu bænda, sem oft eru
til kvaddir, þegar félagsmál samtíðarinnar eru viðfangsefnið. Skal
bent á þetta:
Hreppstjóri Svínavatnshrepps, í hreppsnefnd, formaður Búnaðar-
félags Svínavatnshrepps, í sýslunefnd, í stjórn Kaupfélags Húnvetn-
inga, síðar endurskoðandi þess og Sölufélags A.-Hún., í stjórn Spari-
sjóðs Húnavatnssýslu, formaður Búnaðarsambands Húnavatnssýslu
og í stjórn Veiðifélagsins Blanda — lengi formaður. Hér mun hvergi
nærri fulltalið, en nægir þó, til að sanna, hve margt af félagsmálum
Austur-Húnvetninga hefur notið leiðsagriar hans og tillagna á hinn
margvíslegasta hátt og um langt skeið. Var hann flestum heilli í til-
lögum og mun ekki fjarri að ætla, að grunnurinn að lífsskoðun hans
hafi verið staðhæfing Virgils hins rómverska: „Göfugasta hvötin er
almenningsheillin," þótt sú staðhæfing eigi nú meir en 20 aldir að
baki. Það setur nokkurn svip á tryggð og gleðileit Péturs, að hann
gerðist einn af söngbræðrum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1929
og fylgdi þeirn hljóðlátur og glaður, þrátt fyrir búferlin, unz það
mein kvaddi dyra, er nú hefur sigrað.