Húnavaka - 01.05.1978, Page 148
146
H Ú N AVA K A
urinn færðist yfir hann. Bóndastöðunni hélt hann alla tíð nreð til-
styrk sonar síns Páls, enda var Jóhannes ágætis fjármaðnr. Er Spá-
konufell var lagt í eyði, fluttu Jrau hjón ofan í kaupstað og keyptu
íbúðarhús. Hlaut Jóhannes Jrá landsnytjar af Höfðahólum er voru
eigi lengur bóndasetur.
Jóhannes kom nokkuð við mál manna, var um fjölda ára endur-
skoðandi sjúkrasamlagsins í Skagahreppi og sat Jrar í hreppsnefnd og
var símstjpri á Kálfshamri. Þá var hann endurskoðandi sjúkrasam-
lags og hreppsreikninga í Höfðalireppi.
Jóhannes var dagfarsprúður og barngóður. Það er ætlun mín, að
æviár þeirra lijóna hér í kaupstaðnum hafi verið þeirra bestu á sam-
ferðinni um lífshagi, enda voru Jrá drengir þeirra mjög vaxnir og
þeim góð stoð.
Þann 3. ágúst 1977 andaðist Guðmundur Jakobsson á Héraðshæl-
inn á Blönduósi.
Hann var fæddur á Blálandi í Hallárdal 25. júlí 1905. Voru for-
eldrar hans Jakob Guðmundsson bóndi þar og kona hans Þórdís
Stiesen. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum, en fór snemma
að heiman til að vinna fyrir sér, enda var hinn 18 barna hópur á Blá-
landi nrannvænlegur og vinnusamur til sjós og lands. Guðmundur
var hár maður vexti, vel limaður, verkmaður góður og lagvirkur.
Hann var sláttumaður í fremstu röð og góður hirðir er fór vel með
stráin Jrví hann var snyrtimenni. Fláningsmaður ágætur og sjómaður
góður, er fór oft á vertíð suður með sjó og hlaut góð skiprúm, lengst
af í Höfnunum.
Mér fannst Guðmundur vera fulltrúi liðinnar tíðar hér um slóðir
er menn sóttu sjó á vertíð, voru í kaupavinnu og stundum vetrar-
menn. Hann vann ungur rnikið á stórbýlinu Höfnum á Skaga hjá
Sigurði Árnasyni, en Jrar jDurfti mikið að taka til höndunum. Guð-
nrundur var jafnvígur á allt, selveiði, dúntekju og að bjarga rekan-
um.
Guðmundur Jakobsson vildi verða senr vænta nrátti sjálfstæður
bóndi. Keypti hann Neðri-Lækjardal í Engilrlíðarhreppi 1946 og hóf
búskap þar. Þann 30. desenrber 1947 kvæntist lrann Ingibjörgu Karls-
dóttur frá Vatnalrverfi í Engihlíðarhreppi. Hafði hún alist upp við
búskap frá æsku. Þau eignuðust tvo drengi, tvíbura: Ellert Karl.