Húnavaka - 01.05.1978, Side 149
H Ú N AVA K A
147
kvæntan Birni Sólveigu Lúkasdóttur og jakob Þór, kvæntan Auði
Hauksdóttur.
Guðmundur og Ingibjörg bjuggu til ársins 1964 í Neðri-Lækjar-
dal er þau fluttu til Blönduóss. Eftir það vann Guðmundur um skeið
lijá íslenzkum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli.
Á síðustu lífsárum sínum kenndi Guðmundur heilsubrests og
dvaldi á Héraðshælinu um þriggja ára bil.
Guðmundur var gleðimaður, hress í tali og mannblendinn, vinna
var honum lífsgleði, enda var hann eftirsóttur til starfa.
Hann var jarðsettur að Höskuldsstöðum 10. september.
Þann 24. ágúst 1977 andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi Vil-
helmina Andrésdóttir frá Asgarði í Höfðakaupstað. Hún var fædd
10. mars 1894 á Eyvindarstöðum í Blöndudal.
Foreldrar hennar voru Andrés Gíslason og Guðríður Guðmunds-
dóttir er heima áttu á Eyvindarstöðum. Systkini Vilhelmínu voru
Petrea í Stykkishólmi og Ágúst á Blönduósi. Hálfbróðir þeirra var
Sigurður Jónsson hreppstjóri í Höfðakaupstað. Er ættbálkur þeirra
Eyvindarstaðamanna mjög fjölmennur fram um héraðið.
Vilhelmína ólst í frumbernsku upp hjá móður sinni og síðar á
Hafursstöðum í Vindhælishreppi með Sigurði hálfbróður sínum og
Sigríði Kristmundsdóttur konu hans, er var vel menntuð kona til
munns og handa. Hefur dvölin á Hafursstöðum verið Vilhelmínu
góður skóli. Hún var söngelsk sem hún átti kyn til og bókhneigð.
Háttvís í framgöngu og dagfar liennar bar vott um góða menningu.
Árið 1917 giftist hún Birni Þorleifssyni frá Kjalarlandi, næsta bæ
við Hafursstaði. Hann var álitlegur ungur maður. Hófu þau búskap
á Kjalarlandi, síðan á Blálandi. Þau ár er jiau bjuggu áraði illa, sam-
fara verðhruni. Brugðu þau búi og fluttu til Höfðakaupstaðar 1926
og reistu sér hús er þau nefndu Ásgarð. Vegnaði þeim þar vel, Björn
Þorleifsson varð oddviti og útibússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Heimili þeirra hjóna var með snyrtibrag utanhúss sem innan, þar
var allt í röð og reglu, allt frá vatnsbrunninum utanhúss og inn að
gafli í húsi þeirra.
Þau hjón eignuðust þessi börn: Sveinbjörgu Ósk, sem býr með
Jónmundi Ólafssyni bónda í Kambakoti, Bertel, kvæntan Huldu
Pétursdóttur, búa þau á Sauðárkróki, Sigríði, gifta Hrólfi Jakobs-