Húnavaka - 01.05.1978, Qupperneq 150
148
H U N AVA K A
syni verzlunarmanni, Þórarin vélsmið, kvæntan Gundu Jóhanns-
dóttur, þessi systkini búa í Höfðakaupstað. Þá ólu þau hjón upp dótt-
urson sinn, Hörð Ragnarsson, kvæntan Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur,
búa þau í Höfðakaupstað.
Björn Þorleifsson, maður Vilhelmínu, andaðist 26. nraí 1956 eftir
nokkra vanheilsu. Vilhelmína var hlédræg kona og þó hún tæki ekki
þátt í félagsskap utan heimilis síns, þá var hún heimili sínu og ætt-
mennum mikils virði sem reglusöm kona, ástrík eiginkona op ætt-
móðir.
Vilhelmína var jarðsett að Spákonufelli 3. september.
Þann 27. ágúst andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi Ingibjörg
Sigfúsdóttir frá Sólheimum í Höfðakaupstað.
Hún var fædd 26. desember 1907 að Holtsmúla í Staðarhreppi í
Skagaflrði. Foreldrar hennar voru Sigfús Bjarnason og kona hans
Valgerður jónsdóttir er þar bjuggu, en lengst af bjuggu þau á Geir-
mundarstöðum í Hrolleifsdal. Sigfús bóndi var Eyfirðingur, fæddur
á Laugalandi, Björnssonar frá Hólkoti í Hörgárdal. Var Sigfús
greindur í besta lagi og þrekmaður er hafði sig upp úr fátækt til
góðra efna.
Er Ingibjörg fæddist geisaði mislingafaraldur, svo að henni, er
var tvíburi, var kornið fyrir að Geitagerði, næsta bæ, til barnlausra
lijóna, Ketils Einarssonar er var frá Löndurn á Miðnesi en kona hans
var Elín Ketilsdóttir frá Þverá í Hallárdal. Þegar sóttin var gengin
yfir vildu foreldrarnir taka barnið heim til sín, en hjónin í Geita-
gerði höfðu lagt ást á það. Var Ingibjörg þar áfram og varð þeirra
fósturbarn. Átti hún þar gott atlæti og ástúð. Mun hún snemma hafa
orðið fönguleg og svipmikil stúlka, vel viti borin og skýr í liugsun.
Þá var hún söngelsk, hafði góða söngrödd og var kirkjurækin. Hún
mun alla tíð liafa búið að uppeldi fóstru sinnar og heimilismenn-
ingu. Hún var dugleg til allra verka úti sem inni meðan heilsan
leyfði.
Ingibjörg Sigfúsdóttir giftist 1944 Eggerti Skarphéðinssyni frá
Siglufirði, þau voru á ýmsurn stöður við búskap, síðast á Syðra-Hóli
í Sléttuhlíð í Skagafirði. Þau eignuðust eina dóttur barna, Guðlaugu,
sem giftist Jóni Sigurðssyni fiskimatsmanni og eru þau búsett í
Keflavík.