Húnavaka - 01.05.1978, Page 151
H Ú N AVA K A
149
Þau hjón fluttu að Árbakka á Skagaströnd er dóttir þeirra og
tengdasonur bjuggu þar, en skömmu síðar að Sólheimum í Höfða-
kaupstað.
Ingibjörg kynnti sig vel, var lífsglöð í fasi og skrafhreifin. Þrifin
húsmóðir er vildi öllum gott gera er að garði bar. Hún var geðþekk
sínum nágrönnum, er voru henni mjög hjálplegir.
Ingibjörg var trúhneigð kona, hlustaði jafnan á útvarpsmessur
og söng með, en á efri árnm gat liún ekki oft sótt helgar tíðir sökum
vanheilsu.
Hún var jarðsett á Spákonufelli 3. september.
Þann 15. september lést Anna HannescLóttir af slysförum. Hún var
fædd 25. október 1954 á Blönduósi, voru foreldrar hennar Hannes
Pétursson vélvirki og kona lians Guðrún Björnsdóttir Helgasonar á
Læk á Skagaströnd. Þau hjón slitu búskap eftir nokkurra ára sant-
búð, ólst þá Anna upp hjá móður sinni í Reykjavík. Síðustu tvö árin
starfaði hún við Héraðshælið á Blönduósi og hugðist á hausti kom-
anda hefja sjúkraliðanám.
Anna var geðþekk og glaðleg í viðmóti, umgekkst fólk með þýðu
geði og hlýleika. Benti því allt í þá átt að þessi starfi, sem hún hafði
kosið sér myndi verða henni til blessunar og þeim til ánægju, er
njóta skyldu starfa hennar. Má þar til nefna afa hennar Björn Helga-
son háaldraðan ekkjumann er um árabil hefur dvalið á sjúkradeild
Héraðshælisins. Var Anna afa sínum ræktarsöm og einkar góð og
sýndi honum mikla ástúð og umhyggju.
Þá hafði Anna dvalist á heimili föður síns, Hannesar Péturssonar,
á Blönduósi og séð um heimili hans, er húsmóðirin átti við sjúkleika
að etja.
Hún var jarðsett í Reykjavík 23. september.
Þann 17. september andaðist á heimili sínu Röðulfelli í Höfða-
kaupstað Halldóra Gestsdóttir frá Másstöðum í Vatnsdal.
Hún var fædd 2. maí 1890 í Hjarðardal í Dýrafirði. Voru foreldrar
hennar Gestur Bjarnarson og kona hans Jóna Benediktsdóttir. For-
eldrar Gests voru Björn Gestsson og Halldóra Sigfúsdóttir Berg-
manns Sigfússonar er bjó á Þorkelshóli í Víðidal. Kona Gests Bjarn-