Húnavaka - 01.05.1978, Side 152
150
H Ú N AVA K A
arsonar móðir Halldóru var Jóna Benediktsdóttir Oddssonar og
Ólafar Jónsdóttur í Hjarðarholti í Dýrafirði.
Þegar Halldóra var tveggja ára 1892, fluttist hún með fjölskyldu
sinni til Kanada, en Jrangað leitaði rnargur gæfunnar, vegna land-
Jirengsla heima fyrir og bágra kjara. Annars var faðir hennar í tölu
gildustu bænda þá í Dýrafirði. Dvöl Jnessarar fjölskyldu varð þó
skemmri en búast mátti við þar vestra, þvi ætla má að hún hefði rutt
sér braut þar eins og aðrir landar. Heimilisfaðirinn, Gestur Bjarnar-
son, drukknaði 1896 og var ]:>að Jdcssu fólki mikið áfall. En þó býr
með því undarlega mikill þróttur, því margur er þráði að komast
heim leit aldrei land sitt framar.
Ekkjan, Jóna Benediktsdóttir, brýst í Jrví að flytja lieim með böm
sín og sest að á sínu bernskuheimili í Hjarðardal lijá foreldrum sín-
um, Jrar ólst Halldóra upp. Heimilið í Hjarðardal var vel bókeig-
andi, og Jrar voru búfræðingar er dvöldu ]:>ar og kenndu. Halldóra
lærði því mikið lieima, enda námfús að upplagi. Hún gekk síðan í
Núpsskólann og Kvennaskólann í Reykjavík.
Árið 1920 giftist Halldóra Gestsdóttir Jóni Kristmundi Jónssyni
bónda á Másstöðum í Vatnsdal, en ættuðum frá Sveinsstöðum. Var
hann maður vel gefinn og hógvær í framgöngu eins og þeir Sveins-
staðamenn. Þau eignuðust eina dóttur, Elínborgu Margréti kennara
í Höfðakaupstað.
Þá ólst upp með þeim hjónum Þorsteinn Guðmundsson járnsmið-
ur í Reykjavík, kvæntur Fjólu Steinþórsdóttur. Einnig Elín Jóns-
dóttir og tvö börn Þorbjargar Jónsdóttur stjúpdóttur Halldóru, Elín-
borg og Hannes.
Heimilið á Másstöðum var jafnan mannmargt er bauð upp á
stjórnsemi og hagsýni í búskapnum og gestrisni. Halldóra var ein-
beitt og stjórnsöm, en hlý og góð þeim börnum er ólust upp hjá
Jreim og umhyggjusöm. Jón bóndi heimilisprúður, grandvar maður
og vel viti borinn. Jón andaðist 1947.
Halldóru var margt til lista lagt, sauma- og hannyrðakona, unni
bk'jmarækt, var bókelsk á laust mál og ljóð. Hún var minnug og ætt-
fróð, enda lagði hún sig eftir þeirri íþrótt mannsandans. Þá var hún
á hinu leitinu eigi öll í gamla tímanum heldur fylgdist vel með þjóð-
málum og átti sínar fastmótuðu skoðanir, er hún öðlaðist af lestri
bóka um Jressi mál og framvindu tímans í þjóðfélaginu. Hún duldi
eigi hugsun né skoðanir sínar um Jressi mál.