Húnavaka - 01.05.1978, Page 154
152
H Ú N AVA K A
hann og félagslyndur maður er starfaði í ungmennafélaginu í sveit-
inni. Ungur skemmti hann á samkomum með að spila á harmoniku
og lék hjá Leikfélagi Höfðakaupstaðar. Hann var meðal stofnenda
Lionsklúbbs Höfðakaupstaðar og starfaði í honum alla tíð. Hann
unni hljóðfæraslætti og sönglist og hafði góða söngrödd.
Ástmar var dagfarsprúður maður er menn fundu gott hugarþel frá.
Hann var góður heimilisfaðir og lífsförunautur er lætur eftir sig
ylríka minningu í hugum ættmenna.
Hann bar og órofa tryggð til heimilis móður sinnar og systra á
Balaskarði í Laxárdal.
Hann var jarðsettur að Spákonufelli 15. október.
Þann 13. október 1977 andaðist á Héraðshælinu á Bliinduósi Guð-
laugur Sveinsson frá Þverá í Norðurárdal.
Hann var fæddur 27. febrúar 1891 á Ægissíðu á Vatnsnesi. Voru
foreldrar hans Sveinn Guðmundsson og kona hans Jóhanna Páls-
dóttir. Meðal hálfsystkina Guðlaugs var Jósep Húnfjörð skáld og
kvæðamaður í Reykjavík.
Guðlaugur mun lengst af hafa alist upp á Blönduósi með móður
sinni Jóhönnu Pálsdóttur og Þorláki Helgasyni er hún bjó með.
Guðlaugur var þrekmaður og duglegur og farsæll til allra verka.
Hann var hlýr í viðmóti og átti góða frásagnargáfu. Hann kunni vel
til allra sveitaverka og var hagur á tré og járn.
Þann 20. apríl 1911 kvæntist hann Rakel Þorleifu Bessadóttur frá
Sölvabakka (sjá Húnavöku 1968), hinni mætustu konu, er var dugn-
aðar og gæfukona og fjölhæf í margan máta. Þau hjón bjuggu fyrst
á Blönduósi en frá 1913 á Þverá í Norðurárdal. Þau eignuðust þessi
börn: Véstein Bessa Húnfjörð húsgagnasmið í Reykjavik, kvæntan
Hólmfríði Sigurðardóttur úr Skagafirði, Emilíu Margréti, Guðrúnu
Jóhönnu, gifta Sigurmari Gíslasyni frá ísafirði. Eru þessi systkini
búsett í Reykjavík. Einar Húnfjörð bónda í Vatnahverfi, kvæntan
Ingibjörgu Jónsdóttur frá Sölvabakka, búsett á Blönduósi. Bergþóru
Heiðrúnu, gifta Katli Jónssyni úr Höfnum, búa þau í Keflavík. Kára
Húnfjörð járnsmið, er andaðist 1952, kvæntan Sólveigu Bjarnadótt-
ur úr Skagafirði, þeirra sonur Bragi ólst upp á Þverá og er nú bóndi
þar ásamt Þorláki Húnfjörð föðurbróður sínum.
Þau hjón voru samhent í búskapnum, enda fann maður á heimili