Húnavaka - 01.05.1978, Page 155
H Ú X AVA K A
r>3
þeirra lífsfögnuð í anda og starfi. Rakel andaðist hinn 30. október
1967.
Aðkoman var eigi góð á Þverá, efsta og harðbýlasta bænum í daln-
um, sem þó er nú einn í byggð. Túnið gaf af sér kýrfóður og húsa-
kynnin voru ekki reisuleg. Guðlaugur jók túnið og reisti steinhús á
Þverá 1930 og senn komu vélarnar og léttu mönnum róðurinn. Að
vísu er grasgefið á Þverá og sumarhagar góðir en fjöllin eru oft erfið
því þar er vetrarríki mikið. En þolgæðið gefur mörgum auðnu og
trú á gróðurmátt þessarar fjallajarðar, því hún skilaði sér jafnan í
vordögum, svo hinir dimmu dagar vetrarkvíðans gleymdust jafnan.
Þá hafði Guðlaugur á hendi um árabil viðgerðir á símalínu á
Þverárfjalli, er var oft hið erfiðasta verk að vetri til.
Guðlaugur Sveinsson var blindur hin síðustu ár og flutti nokkru
eftir lát konu sinnar til Blönduóss á heimili Einars sonar síns, en fór
síðan á Héraðshælið er líkamleg hrörnun tók að sækja á hann.
Hann var jarðsettur að Höskuldsstöðum 22. október.
Þann 8. desember 1977 andaðist í Borgarsjúkrahúsinu í Reykja-
vík Indriði Brynjólfsson.
Hann var fæddur 17. ágúst 1897 á Broddanesi í Strandasýslu. Voru
foreldrar hans Brynjólfur Lýðsson, Jónssonar frá Skriðnesenni í
Bitru, er var mikill höfðingi í sinni sveit og riddari af Fálkaorðunni,
og konu hans Kristínar Indriðadóttur frá Ytri-Ey í Vindhælishreppi,
en hún var mikilhæf kona. Fljótlega fluttu foreldrar Indriða að Ytri-
Ey og bjuggu þar allan sinn búskap. Ólst Indriði þar upp í glöðum
og mannvænlegum systkinahópi.
Hann vann að margvíslegum störfum til sjós og lands með föður
sínum. Þá var Brynjólfur Lýðsson manna hagastur á tré og járn og
hafði smiðju, fór eigi hjá því að Indriði lærði margt handbragða af
honum. Þá mun Indriði hafa verið með föður sínum er hann vann
hvalinn 1918 fram undan Vindhælisstöpum.
Indriði var því vel búinn út í lífið, auk þess sem hann var hraust-
menni og vinnugefinn, hann var og hár maður vexti. Hann hóf
snemma ferðir suður á vetrarvertíð í verið á Suðurnesjum, síðan fór
hann á togara, sem þótti hámark sjómennskunnar í þá daga. A sumr-
in vann hann á búi foreldra sinna og stundaði grenjavinnslu á vorin.
Árið 1921 kvæntist Indriði Brynjólfsson Ingunni Margréti Díönu