Húnavaka - 01.05.1978, Page 156
154
H Ú N AVA K A
Guðborgu Gísladóttur frá Flateyri í Önundarfirði, er var ættuð frá
Leiti í Dýrafirði. Var hún menntuð kona og mikilhæf búkona og
reikningsglögg og lengi organisti í Hólaneskirkju.
Þau eignuðust þessi böm: Indriða þungavinnuvélastjóra, kvæntan
Steinunni Hákonardóttur og búa þau í Kópavogi, Hauk vélvirkja
og Þórarin sjálfstæðan atvinnurekanda, búa þeir bræður í Reykjavík.
Þau hjón Ingunn og Indriði bjuggu um þriggja ára skeið að Ytri-
Ey ásamt þeim feðgum Jóhanni og Brynjólfi Lýðssyni, síðan fluttu
þau hjón til Höfðakaupstaðar og bjuggu þar að Sæbóli.
Hjónaband þeirra var hið farsælasta. Ingunn var ráðdeildarsöm
kona og vildi vera sjálfstæð í lífinu og vann oft utan heimilis og
stjórnaði heimilinu er Indriði vann fjarri því. Indriði vann mikið,
sagt var að hann kæmi fyrstur á vinnustað og færi síðastur, var hann
stundum formaður og fiskisæll og þá hann vann í landi vann hann
við smíðar við hús og báta, einnig að hafnargerðinni og var beykir
á síldarárunum. Hanu var lipur og góður unglingum er unnu með
honum. Hann var ræðinn og átti ríka frásagnargáfu. Hélt svo fram
um fjölda ára að liagir þeirra blómguðust, en kona hans andaðist
23. október 1951.
Flutti Indriði þá eftir fá ár suður og vann á Keflavíkurvelli og var
þar flokksstjóri og síðan um fjölda ára í kexverksmiðjunni Esju í
Reykjavík. Þótti hann sem fyrr verkmaður góður og vinsæll á vinnu-
stað. Kom hami jafnan á hverju ári norður til að sjá æskustöðvarnar
í sumardýrðinni. Var lífsfögnuður hans ávallt sá sami þótt aldurinn
færi að sækja á hann.
Indriði var jarðsettur á Hciskiddsstöðum 17. desember 1977.
Sr. Pétur Þ. higjaldsso7i.
Sturla Valgarðsson vélstjóranemi drukknaði 29. maí skammt frá
Blönduósi. Hann var fæddur 28. ágúst 1954 á Blönduósi. Foreldrar
hans eru Valgarð Ásgeirsson múrarameistari og kona lians Anna
Árnadóttir, Brekkubyggð 6, Blönduósi.
Hann ólst upp á heimili foreldra sinna og tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskólanum á Blönduósi vorið 1971. Síðan fór hann á togara
og stundaði sjómennsku um skeið, enda stóð hugur hans allur til
starfa á fiskiskipum. Innritaðist hann því í Vélstjóraskóla Islands og
hafði lokið þriðja stigi af fjórum er liann lést.