Húnavaka - 01.05.1978, Page 158
156
H Ú N AVA K A
Eftir dauða móður sinnar 1949 tók heilsu Lucindu mjög að hnigna.
Má heita að hún liafi verið rúmliggjandi upp frá því og dvaldi jafn-
an í skjóli systkina sinnar Lárusar og Jóhönnu allt til dauðadags.
í Ólafshúsi stóð vagga hennar og þar lifði hún lífi sínu í kyrrþey.
En þrátt fyrir Jrað átti hún sín áhugamál. Var vel greind og kunni
frá mörgu að segja.
Kristján Benediktsson bóndi á Hæli í Torfalækjarhreppi andaðist
28. júní á Héraðshælinu. Hann var fæddur 2. mars 1901 á Hæli.
Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Benediktsson bóndi þar og
kona hans Elísabet Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki.
í föðurætt var hann kominn af Kristjáni Jónssyni frá Stóradal, er var
langafi hans.
Benedikt og Elísabet bjuggu í Hamrakoti frarnan af búskapar-
árum sínum frá 1893 til 1900, en þá keyptu þau Hæli og bjuggu Jrar
til ársins 1921 er Benedikt lést. Eftir fráfall hans brá Elísabet búi,
seldi jörðina og flutti til Akureyrar, og lést Jrar í hárri elli 1962.
Kristján var fjórði í aldursröð af sjö börnurn Jreirra Hælishjóna,
er upp komust. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hæli og átti
Jrar heimili sitt til dauðadags. Framan af ævi átti hann vlð rnikla
vanheilsu að stríða, dvaldi m. a. á Vífilsstöðum um skeið og háði tví-
sýna baráttu við hinn hvíta dauða, eins og svo rnargir íslendingar á
þeim tíma. Vildi Kristján sem minnst um Jressi veikindi sín tala.
Einnig fékk hann spönsku veikina, er fór eins og logi yfir akur
sunnanlands og vestan árið 1918. Vorið 1925 lauk hann prófi frá
Bændaskólanum á Hólum. Næstu ár vann hann við plægingar í
Húnavatns- og Þingeyjarsýslum. Árið 1929 sneri Kristján heim til
æskustöðvanna og tók Hæli á leigu, þar sem hann hóf búskap árið
1931 með eftirlifandi konu sinni Þorbjörgu Björnsdóttur. Fyrstu ár
búskapar síns voru þau hjón leiguliðar á Hæli en árið 1935 keyptu
Jrau jörðina og bjuggu þar allan sinn búskap eða í fjóra áratugi.
Árið 1960 tók sonur þeirra Heiðar við hálfri jörðinni og hóf Jrar
búskap í samvinnu við foreldra sína. Eignaðist hann alla jörðina árið
1971. Eftir Jrað dvöldu þau Kristján og Þorbjörg á Hæli í skjóli son-
ar síns og tengdadóttur.
Þau hjón eignuðust 4 börn, en þau eru: Elísabet Jóna gift Jósef
Jónassyni húsasmið, er ættaður er úr Dalasýslu. Þau eru búsett í