Húnavaka - 01.05.1978, Síða 159
H U N AVA K A
157
Reykjavík. Sigrún Kristín gift Jóni Hólmgeirssyni húsgagnasmið frá
Stafni í Reykjadal, búsett á Akureyri. Kristján Heiðar bóndi á Hæli,
kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Grafardal í Borgarfirði, og Ingi-
björg, en maðnr hennar er Þórir Jóhannsson hótelstjóri á Hólmavík,
en hann er ættaður frá Refsteinsstöðum í Víðidal.
Kristján á Hæli var í hópi duglegri bænda. Hann tók við rýru búi
en áður en lauk hafði hann skilað miklu dagsverki og gagnsömu búi
í hendur sonar síns og tengdadóttur, þrátt fyrir skerta heilsu og fötl-
un, er hann hlaut ungur að árum. Hann var maður greindur og
íhugull. Skoðanir hans voru fastmótaðar og lífssýn hans björt og
heið. Af þeim sökum voru honum falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit
sína. Kristján var maður vinfastur og trygglyndur, áreiðanlegur og
heill í öllum viðskiptum og vildi engum skulda.
Guðmundur Guðmundsson, áður bóndi í Holti á Ásum, andaðist
á Héraðshælinu 20. október. Hann var fæddur 18. október 1888 að
Hurðarbaki á Ásum. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundnr Pét-
ursson bóndi þar, áður á Gunnsteinsstöðum og Hólabæ, og kona
hans Anna Guðmundsdóttir ættuð úr Skagafirði.
Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum og fluttist aldamótaárið
með foreldrum sínum að Holti á Ásum, en við þann bæ var hann
jafnan kenndur. Árið 1913 hóf hann búskap á þriðja parti jarðar-
innar og 1922 á hálfri jörðinni á móti systur sinni.
Þann 26. júní 1920 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína
Jakobínu Vermundsdóttur frá Kollugerði. Eignuðust þau tvo sonu:
Ara skrifstofumann hjá Kaupfélagi Húnvetninga, en hann er kvænt-
ur Guðmundu Guðmundsdóttur frá Eiríksstöðum. Hinn sonur Guð-
mundar og Jakobínu fæddist andvana. Einnig ólu þau hjón upp
sonarson sinn Guðmund, sem búsettur er á Hrappsstöðum í Víðidal.
Guðmundur í Holti stundaði lengst af búskap á góðu býli, þaðan
sem vítt sér um Húnabyggðir. Hann var góður bóndi, er lét sér um-
hugað um búpening sinn. Heyaflamaður mikill og ósérhlífinn til
allra verka. Hafði hann því jafnan góðan arð af búi sínu, var út-
sjón^rsamur um hagi sína og efnaðist vel á síðari árum.
Árið 1944 varð mikil breyting á högum þeirra hjóna, en þá brugðu
þau búi vegna vanheilsu og fluttu til Blönduóss. Vann Guðmundur
þar alla venjulega vinnu meðan kraftar og heilsa entust. Vorið 1963
L