Húnavaka - 01.05.1978, Page 160
158
H Ú N AVA K A
lluttu þau hjón á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi, þar sem Guð-
mundur dvaldi allt til dauðadags.
Jóhannes Erlendsson bóndi á Stóru-Giljá andaðist á heimili sínu
23. október. Hann var fæddur að Beinakeldu í Torfalækjarhreppi
21. maí 1891. Foreldrar hans voru Erlendur Eysteinsson bóndi á
Beinakeldu, ættaður frá Orrastöðum, og kona hans Ástríður Helga
Sigurðardóttir frá Hindisvík á Vatnsnesi. Hún var föðursystir þeirra
bræðra sr. Sigurðar og Jóhannesar Norland, sem nýlega er látinn.
Jóhannes ólst upp í föðurgarði í hópi 8 systkina er á legg komust.
Ungur að árum vann hann að búi foreldra sinna, eins og títt var um
unglinga ti! sveita á þeim tíma. Um skólagöngu var eigi að ræða,
því vinnan gekk fyrir öllu. Árið 1901 lést faðir hans. Eftir það bjó
móðir hans félagsbúi með börnum sínum til ársins 1908 er Jóhannes
fluttist ásamt móður sinni að Stóru-Giljá og hafði hann um skeið
lorræði búsins þar. Árið 1916 flytur Sigurður bróðir hans að Stóru-
Giljá og bjuggu þeir bræður þar félagsbúi allt til ársins 1972, er þeir
brugðu búi og fengu það í hendur Erlendi bróðursyni sínum.
Þeir bræður voru með eindæmum samrýmdir og unnu í samein-
ingu að búi sínu. Féll ])að þó meir í hlut Jóhannesar að sinna bú-
störfum, vegna jjeirra trúnaðarstarfa er brátt hlóðust á Sigurð. Jó-
hannes var mjög velvirkur í störfum sínum, fjármaður með afbrigð-
um og smiður góður.
Árið 1916 tóku jreir bræður að byggja upp á jörð sinni. Þá voru
öll hús mjög hrörleg orðin á Stóru-Giljá. Reistu jDeir fyrst útihús og
síðan eitt mesta íbúðarhús í sveit, er þá gerðist hérlendis, glæsilega
byggingu er jalnan var tekið eftir er farið var um garða. Luku [æir
við byggingu Jjessa árið 1926. Var ætlun þeirra bræðra frá fyrstu að
hafa húsið svo stórt sem raun ber vitni, til Jress að geta tekið á móti
gestum og veitt j)eim húsaskjól. Gestkvæmt var á Stóru-Giljá og bær-
inn í J)jóðbraut.
Árið 1930 reistu Jjeir bræður heimarafstöð á býli sínu og sýnir það
ásamt mörgu framtakssemi Jneirra og dugnað. Á fyrstu búskaparárum
sínum juku Jreir mjög við túnið og græddu upp móa og rnela.
Jafnan var margt heimilisfólk á Stóru-Giljá. Þar dvaldi lengi fóst-
ursystir þeirra bræðra, Jóhanna Björnsdóttir húsmæðrakennari.
Einnig dvöldu hjá þeim jóhannesi og Sigurði um lengi i og skemmri