Húnavaka - 01.05.1978, Síða 161
H Ú N AVA K A
159
tíma systurbörn þeirra, börn Jósefínu Hansen á Sauðárkróki. Þá ólu
þeir bræður upp systurdóttur sína Ásgerði Guðmundsdóttur. Þá
voru um langt skeið í húsmennsku á Stóru-Giljá Sigurður Laxdal og
kona lians Klara Bjarnadóttir. Ólust börn þeirra upp í skjóli þeirra
Jóhannesar og Sigurðar. Síðar var þar í húsmennsku Sigurjón Jónas-
son, seinni maður Klöru, ásamt tveimur sonum þeirra.
Hvorugur þeirra Jóhannesar og Sigurðar kvæntist, en ráðskona
þeirra um 30 ára skeið var Sigurbjörg Jónasdóttir frá látladal. Eftir
að þeir bræður brugðu búi hafa þeir dvalið í skjóli Erlendar bróður-
sonar þeirra og konu hans Helgu Búadóttur.
Með Jóhannesi á Stóru-Giljá er horfinn mikill og minnisstæður
persónuleiki. Hann unni heimabyggð sinni af alhug, enda dvaldi
harin aldrei utan æskustöðvanna og helgaði heimili sínu alla orku
meðan kraftar og heilsa entist.
Jón Benediktsson bóndi á Húnsstöðum andaðist á Héraðshælinu
14. desember. Hann var fæddur 21. maí árið 1881 að Skinnastöðum
í Torfalækjarhreppi. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson bóndi
þar, Jónssonar frá Stóru-Giljá, og kona hans María Pálmadóttir.
Hann ólst iijip hjá foreldrum sínum ásamt þrem systkinum, er á
legg komust. Þegar í æsku vann hann öll algeng sveitastörf í föður-
garði. Minna var um skólagöngu en engu að síður aflaði Jón sér
mikillar þekkingar á landbúnaði með langri reynslu.
Ungur að árum hóf hann búskajt á Skinnastöðum á móti foreldr-
um sínum. En árið 1912 urðu mikil Jiáttaskil í ævi hans, ]iá kvæntist
hann Sigurbjörgu Gísladóttur, ekkju Sigurðar Sigurðssonar bónda
á Húnsstöðum, og hófu þau búskaji jiar um vorið. Varð hann brátt
í fremstu röð bænda í Húnaþingi. Hann var stórtækur ræktunar-
maður og bætti jörðina stöðugt með mikilli ræktun. Fyrir Jiað hlaut
hann viðurkenningu, var m. a. kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags
Torfalækjarhrepjis árið 1970.
Hann var snemma kallaður til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Sat
hann fyrr á árum í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps. En er frant liðu
stundir gaf hann eigi kost á sér til trúnaðarstarfa, taldi sig eigi geta
unnið utan heimilis síns er átti hug hans allan til hinstu stundar.
Eignuðust Jrau hjón tvö börn: Einar, er lést tveggja ára að aldri úr
barnaveiki, og Maríu, sem gift er Birni Kristjánssyni kennara frá