Húnavaka - 01.05.1978, Page 162
1(50
H Ú N AVA K A
Brúsastöðum í Vatnsdal. Eru þau nú búsett á Blönduósi. Einnig ól
Jón upp tvö börn af fyrra hjónabandi konu sinnar, frú Þuríði Sæ-
mundsen á Blönduósi og dr. Sigurð Sigurðsson landlækni. Unni
hann þeim jafnt sínum eigin börnum, kostaði Sigurð til náms og var
jafnan náið samband milli hans og stjúpbarnanna.
Húnsstaðir voru í áratugi í þjóðbraut, þar sem þjóðvegurinn lá
neðan túngarðs. Var því fyrr á árum mjög gestkvæmt þar, enda veittu
lnisbændur þeim er að garði bar af mikilli rausn og höfðingsskap.
Konu sína missti Jón árið 1940, en bjó um 25 ára skeið eftir það
félagsbúi með dóttur sinni og tengdasyni. Hann brá búi árið 1963
og dvaldi eltir J:>að í skjóli dótturdóttur sinnar Grétu og manns
hennar Kristjáns Sigfússonar.
Með Jóni á Húnsstöðum er horfinn mikill persónuleiki er sjónar-
sviptir er að. Hann var mikill að vallarsýn, háttvís svo af bar í allri
framkomu og drengskaparmaður í hvívetna.
Stefania Steinunn Jósefsdóttir frá Hnjúki í Vatnsdal andaðist á
Héraðshælinu 16. desember. Hrin var fædd 21. ágúst árið 1886 að
Miðhópi í Víðidal. Foreldrar hennar voru Jósef Jónatansson bóndi
þar og kona lians Guðrún Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal.
Var Guðrún systir frú Steinunnar konu Stefáns skólameistara og var
Stefanía Steinunn látin heita eftir Jreim hjónum.
Átta ára að aldri missti hún föður sinn, en móðir hennar bjó áfrám
að Miðhópi með börnum sínum. Voru systur hennar tvær og létst
önnur ])eirra á barnsaldri, en hin, Jósefína, lést úr spönsku veikinni
1918 ásamt manni sínum Kristjáni Hall bakarameistara í Reykjavík
og tveim börnum þeirra hjóna.
Haustið 1903 fór Steinunn í Kvennaskólann á Blönduósi. Nam
hún Jrar um tveggja vetra skeið og lauk þaðan prófi með mjög góð-
um vitnisburði. Árið eftir varð Steinunn enn fyrir miklu áfalli er
móðir hennar lést í febrúar 1904. Hugði hún á frekara nám og haust-
ið 1906 fóru Jrær systur til Reykjavíkur og innrituðust báðar í
Kvennaskólann í Reykjavík og þaðan lauk Steinunn burtfararprófi
Jrá um vorið.
Var mjög ótítt á þessum árum að stúlkur öfluðu sér frekari mennt-
unar. En snemma mun hafa borið á mikilli þrá Steinunnar til
mennta, enda var hún vel gefin og námfús. Eftir að kvennaskóla-