Húnavaka - 01.05.1978, Page 163
H Ú N AVA K A
161
námi lauk sigldi Steinunn til Kaupmannahafnar til frekari mennt-
unar og innritaðist í lýðskóla, en þeir höfðu þá rutt sér mjög til
rúms í Danmörku og störfuðu í anda brautryðjandans og föður lýð-
skólanna á Norðurlöndum, Grundvigs hins mikla kennimanns Dana.
Erlendis nam hún í tvö ár og lagði m. a. stund á tungumál. Síðan
hvarf hún heim til íslands. Fyrstu árin eftir heimkomuna lagði hún
fyrir sig kennslu, var m. a. heimiliskennari hjá Eggert bónda Bene-
diktssyni í Laugardælum í Flóa og síðar í Stykkishólmi hjá hinum
merka manni Ágúst Þórarinssyni kaupmanni, en hann var bróðir
merkisklerksins sr. Árna Þórarinssonar.
Síðan lá leið hennar til ísafjarðar þar sem hún kenndi í unglinga-
skóla um tveggja vetra skeið. Eftir það réðist hún ráðskona Magnúsar
Péturssonar frá Gunnsteinsstöðum, sem þá var héraðslæknir á
Hólmavík, og var þar í fimm ár.
Æskustöðvarnar höfðu ætíð skipað háan sess í huga Steinunnar og
vorið 1921 urðu þáttaskil í lífi hennar. Þá fluttist hún að Hnjúki í
Vatnsdal og giftist Jóni bónda Hallgrímssyni, sem þá hafði nýlega
tekið við búi eftir föður sinn. Tók hún þar við búsforráðum árið
eftir. Steinunn og Jón bjuggu á Hnjúki til ársins 1947 er þau brugðu
búi og fluttu til Reykjavíkur. Eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu,
sem gift er Sigurði Magnússyni frá Brekku í Þingi. Búa þau á Hnjúki
og hefur jörðin verið í eigu sömu ættar síðan fyrir aldamótin 1800.
Ein fósturdóttir ólst upp hjá Steinunni og Jóni. Er það Helga
Níelsdóttir, sem gift er Sigurði Kristinssyni framkvæmdastjóra í
Garðabæ. Einnig dvaldist á Hnjúki um langt skeið Halldóra Jó-
hannesdóttir, sem nú er kona Kristjáns Kristjánssonar skipstjóra í
Kópavogi. Báðum þessum stúlkum reyndist Steinunn sem besta
móðir.
Árið 1956 fluttu Steinunn og Jón norður að Hnjúki og dvöldu
eftir það í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Mann sinn missti
Steinunn árið 1967.
Steinunn á Hnjúki var mikilhæf kona sem sjónarsviptir er af. Hún
aflaði sér allmikillar menntunar og tók fyrr á árum stúlkur til náms
á heimili sitt. Hún kenndi Jreim handavinnu, svo og ensku og
dönsku. Var hún mjög hög til handarinnar eins og margir munir
hennar bera vott um.
Steinunn Jósefsdóttir var fríð kona og glæsileg. Vegna mikilla
hæfileika hafði hún forustu um mörg menningarmál sveitar sinnar.
n