Húnavaka - 01.05.1978, Page 167
H Ú N AVA K A
165
ir sumri, svo sláttur hófst í seinna
lagi. Um miðjan júlí gekk í úr-
fellatíð með hlýindum. Var þá
sláttur víðast nýlega hafinn eða
rétt í þann veginn að hefjast.
Spruttu mörg tún úr sér á
skömmum tíma, og það gras sem
slegið hafði verið hraktist og
skemmdist mikið. Þar sem súg-
þurrkun var, nýttist hún ekki
sem skyldi og öll heyverkun
miklum erfiðleikum bundin um
þriggja vikna skeið.
Um 16. sumarhelgi brá svo til
þurrka og var sérstaklega góð
heyskapartíð í þrjár vikur. Var
hiti óvenju mikill í ágústmánuði
og þornuðu hey fyrirhafnarlítið.
Lauk heyskap yfirleitt í ágústlok
enda frekar lítið slegið af há.
Heyjaðist allvel, en gæði í lakara
lagi vegna slæmrar verkunar
fyrst á slætti og ofsprettu síðar.
Síðustu dagana í ágúst var fé
tekið frá afréttargirðingum, enda
fór veður kólnandi um hríð. Var
tíðarfar kalt fram eftir septem-
ber en frekar þurrt. Göngum á
Eyvindarstaðaheiði var flýtt um
viku frá því sem venja var, og
leið nú skemmri tími milli aðal-
rétta sýslunnar. Gengu fjallgöng-
ur yfirleitt vel enda ekki dimm-
viðri þó kalt væri í veðri. Óvenju
margt fé hafði farið til beggja
hliða yfir Blöndu um sumarið,
og var nú leyft að flytja það allt
til síns heima.
Að loknum réttum var haustið
hlýviðrasamt og úrkomulítið
fram undir veturnætur. Hret
kom þó snemma í október og
spillti nokkuð fyrir eftirleitar-
mönnurn, sem þá voru á heiðum.
Sauðfjárslátrun hófst aðeins
seinna en venjulega og lauk ekki
fyrr en um veturnætur. Héldust
dilkar sæmilega við, en voru
frekar misjafnir og svipaðir að
fallþunga og árið áður.
Veðurfar gerðist umhleypinga-
og úrkomusamt þegar leið á
október, svo nautgripir komu á
fulla gjöf. Og í nóvemberbyrjun
fór tíðarfar fljótt kólnandi og var
næsta erfitt allan mánuðinn.
Talsvert snjóaði og spilliblotar
voru tíðir. Harðnaði fljótt til
jarðar svo fé kom á fulla gjöf
snemma í mánuðinum, enda
nýttist beit ekki vegna illviðra.
Slátrun stórgripa lauk ekki fyrr
en síðast í nóvember og var með
alflesta móti slátrað. Um mán-
aðamótin nóvember—desember
stillti til og hlýnaði í nokkra
daga. Leysti snjó og svell tals-
vert í fyrri hlnta desember. Upp
úr miðjum mánuðinum gerðist
tíðarfar á ný umhleypingasamt
og setti niður nokkurn snjó. Veg-
ir héldust þó sæmilega greiðfærir
um hátíðarnar og allgott var til
jarðar á áramótum.
Pétnr Sigurðsson.