Húnavaka - 01.05.1978, Page 169
H Ú N AVA K A
167
Millj.
Lán frá Lánasj. sveitarfél. 185.0
Lánuð aðflutningsgjöld 28.0
Framl ag sve i tarsj óðs 16.0
Heimæðargjöld 27.4
Lágmarks tengigjald var
ákveðið 185 þúsund á lítil hús,
300 m3 eða minni, og síðan 170
kr. á hvern m3 þar framyfir.
Verkið var ekki boðið út í
heild, en sumir þættir þess unnir
í ákvæðisvinnu.
Hreppsnefndin kaus sérstaka
nefnd til þess að sjá um fram-
kvæmdir í umboði hennar.
Nefnd þessa skipuðu þeir: Jón
Isberg, Einar Þorláksson og Grét-
ar Guðmundsson. Verkstjóri við
aðveituæð var Arni Elíasson og
við dreifikerfi Guðjón ísberg.
Fjarhitun h.f. í Reykjavík sá um
alla verkfræðiþjónustu undir
stjórn Karls Ómars Jónssonar
verkfræðings.
Frá Reykjum er vatnið leitt
fyrst um 2 km í 250 mm asbest-
leiðslu, og síðan í 200 mm asbest-
leiðslu alveg að vegamótum
sunnan við Blöndubrú, en þar
greinist hún á milli bæjarhluta.
Heildarvegalengdin er um 14
km, og innanbæjarlagnir um 12
km. Vatnið er um 70° heitt þar
sem það kemur úr borholunni,
en um 60° er það fer inn í húsin,
og er það um tveimur gráðum
heitara, en reiknað var með.
Nokkuð mikill fluor er í vatn-
inu, og getur verið skaðlegt að
nota það eingöngu til drykkjar
eða í matargerð.
Gestur Þórarinsson hefur ver-
ið ráðinn hitaveitustjóri fyrst
um sinn.
U.A.
NÝBREYTNI í STARFI -
UNGMENNABÚÐIR.
Starfsemi USAH á síðastliðnu
ári var með svipuðu sniði og
áður. Sambandsþingið, sem var
það sextugasta í röðinni, var
haldið á Húnavöllum 12. febrú-
ar. Þar voru m. a. samþykkt ný
lög fyrir sambandið og reglu-
gerðir fyrir íþróttanefndirnar.
í febrúar og mars gekkst sam-
bandið fyrir spurningakeppni
milli sveitarstjórnanna í sýslunni
og fór lið Blönduósshrepps með
sigur af hólmi.
Húnavakan hófst síðasta vetr-
ardag með Húsbændavöku en
önnur kvöld voru dagskrár skól-
anna á Blönduósi, Bindindis-
hópsins á Blönduósi, söng-
skemmtun Tónlistarfélags Aust-
ur-Húnvetninga og sameiginleg
söngskemmtun Vökumanna og
söngfélagsins Glóðar, sem er ný-
stofnaður kór í Þingi og Vatns-
dal. Þá sóttu Skagfirðingar okkur
heim og sýndu gamanleikinn „Er
á meðan er.“ Hljómsveitin Gaut-