Húnavaka - 01.05.1978, Page 172
170
H Ú N AVA K A
varð um aukningu að ræða. Á
það eflaust fyrst og fremst rætur
að rekja til minnkandi tékka-
notkunar, en stefnt hefur verið
að því að draga úr útgáfu smá-
tékka.
Tékkar útgefnir á útibúið
voru um 64 þúsund á árinu og
keyptir víxlar um 1900.
Viðskiptavíxlar voru keyptir á
árinu fyrir 427 milljónir króna.
Bókfærðar vaxtatekjur í árslok
nárnu 174 milljónum króna en
vaxtagjöld um 131 milljón.
Rekstrarkostnaður á árinu
varð um 26 milljónir, og eigið fé
nam í árslok tæpum 80 milljón-
um króna.
Fjárfestingar í landbúnaði
urðu talsverðar á árinu, eins og
árið áður. Fjárfestingalánasjóðir
landbúnaðarins, Stofnlánadeild
og Veðdeild, lánuðu samtals tæp-
ar 235 milljónir króna til fram-
kvæmda í Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslum.
í Austur-Húnavatnssýslu veitti
Stofnlánadeild 74 lán að fjárhæð
84.6 milljónir króna, og Veð-
deild 7 lán til jarðakaupa að fjár-
hæð 9.9 milljónir króna.
I Vestur-Húnavatnssýslu veitti
Stofnlánadeild 70 lán að fjárhæð
137.2 milljónir króna, og Veð-
deildin 2 lán að fjárhæð 3 millj-
ónir króna.
Eins og undanfarið var á árinu
í gildi samkomulag um útlána-
takmarkanir. Hlutskipti útibús-
ins var útlánaaukning, sem mátti
nema um 22%, en eins og af
framanrituðu sést, var talsvert
fram úr því marki farið.
Vaxtabreytingar voru gerðar
þrívegis á árinu, en breytingum
þessum vill fylgja röskun á eðli-
legii starfsemi og vinnubrögð-
um. Um áramót voru hæstu inn-
lánsvextir 29% og hæstu útláns-
vextir 30%, og hefði einhvern
tíma þótt saga til næsta bæjar.
Enn mun ekki að vænta stöðug-
leika í vaxtamálum, þar eð yfir-
lýst stefna Seðlabankans er að
láta vexti fylgja verðlagi.
Við útibúið voru starfandi 7
manns á árinu, þar af 1 í hálfu
starfi.
GuðmundurH. Thoroddsen.
FRÁ SAMVINNUFÉLÖGUNUM.
Sölufélagið.
Sauðfjárslátrun hófst hjá S.A.H.
13. september og stóð til 26.
október. Slátrað var alls 60.470
kindum, er það 504 kindum
fleira en í fyrra.
Innlagðir dilkar voru 55.438.
Innlagt dilkakjöt 806.962 kg,
sem er 1.7 tonnum rneira en í
fyrra. Meðalþungi dilka reyndist
14,55 kg, en var 14,60 árið áður.
Tala innlagðra dilka úr hverj-
um hreppi var sem næst því er
hér segir: Dilkar