Húnavaka - 01.05.1978, Page 174
172
H Ú N AVA K A
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum .......... 81.423
Runólfur Aðalbjörnsson,
Hvammi ............. 79.922
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli ........ 77.818
Ingimar Skaftason,
Árholti ............ 76.486
Ásbjörn Jóhannesson,
Auðkúlu ............ 76.106
Sigurgeir Hannesson,
Stekkjardal ........ 75.418
Hallgrímur Guðjónsson,
Hvammi ............. 74.438
Magnús Pétursson,
Miðhúsum ........... 72.765
Ágúst Sigurðsson,
Geitaskarði ........ 71.070
Mjólkurinnlegg þessara 13
bænda er 1.140.861 kgeða 25,4%
af þeirri mjólk, er lögð var inn
hjá M. H. á árinu.
Kaupfélag Húnvetninga.
Sala í verzlunum félagsins varð
um 1.050 milljónir, en það er
aukning um 27%. Heildarvelta
K. H. er nálægt 1.150 milljónir.
Greiðslur félaganna til starfs-
fólks og verktaka voru á liðnu ári
um 250 milljónir.
Litlar framkvæmdir voru hjá
félögunum, þó var lokið bygg-
ingu reykklefa við sláturhús
S.A.H. og K. H. keypti íbúðar-
hús á Skagaströnd.
NÝ FLUGBRAUTARLJÓS.
I desember voru tekin í notkun
ný flugbrautarljós á Blönduóss-
flugvelli og er nú hægt að fljúga
til og frá Blönduósi allan sólar-
hringinn ef veður hamlar ekki.
Með þessu er stigið stórt spor í
þágu flugsamgangna við Blöndu-
ós.
Einnig er búið að koma fyrir
aðflugshallaljósum við flug-
brautina, en liluta tæknibúnaðar
vantar svo að ekki er hægt að
taka {rau í notkun nú þegar.
Jóh. Guðm.
TÝNDIR SAUÐIR.
Eftir áramót í vetur hefur í fjög-
ur skipti orðið vart kinda fram-
an við byggð hér í sýslu og skal
nú greint í stuttu máli þar frá.
Seint í janúar fóru nokkrir
Bólhlíðingar fram í svonefnt
Rugludalshólf og leituðu þar.
Fundu þeir þá eitt lamb á
Blöndugili og reyndist það vera
frá Brúarhlíð. Skömmu síðar var
Ingólfur bóndi á Bollastöðum á
ferð á Blöndugili, og varð þá var
tveggja kinda ntarlega í gilinu
að vestan. Voru þær sóttar fáum
dögum síðar og reyndist þar vera
ær með hrútlambi. Kindurnar
voru frá Kringlu. Snemma í
febrúar fór Eggert bóndi í Hjarð-
artungu fram á Grímstunguheiði
og fann þá fjórar kindur í Kvísla-