Húnavaka - 01.05.1978, Page 178
176
H Ú N AVA K A
Stig
1. BSAH ................ 865
(Sig. H. Þorsteinsson og
Sveinn Ellertsson)
2. SAH.................. 865
(Eggert Guðmundsson og
Vilhelm Lúðvíksson)
3. Búnaðarbankinn ...... 826
(Sig. Kr. Jónsson og
Þormóður Pétursson)
Þorsteinsmótið fór fram milli
jóla og nýárs. Sjö sveitir kepptu.
Sigurvegari varð sveit Guðmund-
ar Theodórssonar með 58 stig,
önnur varð sveit Hallbjcirns
Kristjánssonar með 57 stig og
þriðja sveit Sigurðar H. Þor-
steinssonar með 55 stig.
Ari H. Einarsson.
FRÁ STARFI KIRKJUNNAR.
Þann 27. febrúar var haldin fjöl-
menn skátamessa í Blönduós-
kirkju, þar sem minnst var 70 ára
afmælis skátastarfs á íslandi. Að
lokinni guðsþjónustu fór fram
vígsla nýliða og stóðu skátar
heiðursvörð meðan á athöfninni
stóð.
í maí heimsótti sunnudaga-
skóli Hólaneskirkju vistfólk á
Héraðshælinu á Blönduósi.
Börnin fluttu leikþátt og sungu
undir stjórn frú Dómhildar Jóns-
dóttur. Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
prófastur annaðist helgistund, og
að lokum þakkaði sóknarprestur
heimsóknina.
Fjölmenn þjóðhátíðarguðs-
þjónusta var haldin í Blönduós-
kirkju 17. júní. Gengu skátar
fylktu liði undir fánum til
kirkju, og setti það mikinn svip
á hátíðina.
Sunnudagaskóli Blönduós-
kirkju hóf starfsemi sína 25.
september, eftir sumarleyfi. Hef-
ur skólinn verið fjölsóttur. Eins
og áður voru veitt verðlaun fyrir
góða ástundun, og hlutu þau
systurnar Sjöfn og Svala Sig-
valdadætur og Margrét Alma
Sveinsdóttir. Verðlaunin voru
oddfánar Æ.S.K.
Unnið var að lagfæringu Þing-
eyrakirkju, en ekki tókst að ljúka
verkinu á þessu ári. Kirkjan varð
100 ára á árinu, en hún var vígð
9. september 1877, 15. sunnudag
eftir trinitatis (sjá grein).
Á. S.
TÓNLISTARKENNSLA
Á ÞREM STÖÐUM.
Tónlistarskóli Austur-Húna-
vatnssýslu starfaði á síðasta ári
með líku sniði og undanfarin ár.
Kennt var á jrrem stöðum í hér-
aðinu og voru nemendur alls 79.
Kennt var á blokkflautu, alt-
flautu, gítar, orgel og píanó. Auk
skólastjórans, Solveigar Sövik,
starfaði við skólann einn fastráð-
\