Húnavaka - 01.05.1978, Síða 179
H Ú N AVA K A
177
inn kennari og þrír stundakenn-
arar.
Á lokatónleikum skólaársins
voru verðlaun veitt þeim nem-
endum sem mesta ástundun og
framför höfðu sýnt á skömmum
tíma. Verðlaunin hlutu Nína
Rós ísberg, Sesselja Guðmunds-
dóttir og Guðbjörg Gylfadóttir.
Gr. G.
FRÁ TÓNLISTARFÉLAGI A.-HÚN.
Aðalfundur Tónlistarfélags
Austur-Húnavatnssýslu var hald-
inn 19. febrúar 1978. í skýrslu
formanns kom fram að félagið
hélt tónleika á Húnavöku. Guð-
rún Tómasdóttir söng við undir-
leik Jórunnar Viðar, sem einnig
lék einleik á píanó. Á efnisskrá
voru meðal annars frumsamin
verk. Var listakonunum vel tek-
ið, en áheyrendur hefðu mátt
vera fleiri.
Sinfóníuhljómsveitin hélt tón-
leika á Blönduósi 7. september,
hina fyrstu í hringferð sinni um
landið. Gaf þá Tónlistarfélagið
félagsmönnum kost á ókeypis að-
gangi, svo sem venja er á tón-
leikum félagsins. Aðsókn var all-
góð, og hafði aukist um helming
frá síðustu tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á Blönduósi.
Höfuðverkefni félagsins var
sem endranær rekstur Tónlistar-
skólans. í byrjun starfsárs hafði
12
á elleftu stundu tekist að ráða
næga kennslukrafta að skólan-
um, m. a. tvo aðkomumenn. Þeir
hurfu þó báðir úr starfi fyrir jól,
og virtist J^á um skeið að niður
mundi falla verulegur hluti af
starfi skólans, einkum á Skaga-
strönd. Þó tókst með góðum vilja
og fórnfýsi heimamanna að fylla
í flest skörð.
Eftir áramót starfa við skólann
Solveig Benediktsdóttir skóla-
stjóri, sem kennir á orgel og
píanó á Blönduósi. Tryggvi Jóns-
son, sem kennir á píanó, orgel og
blokkflautu á Húnavöllum og
Skagaströnd. Guðmundur Jóns-
son kennir á gítar á Skagaströnd,
og á Blönduósi kenna Guð-
munda Guðmundsdóttir á blokk-
flautu og Erla Aðalsteinsdóttir á
gítar.
Nemendur voru fast að eitt
hundrað um áramót. Niðurstöð-
ur reikninga Tónlistarskólans
árið 1977 voru tæpar 7 milljónir.
I lok skólaársins voru haldnir
tvennir nemendatónleikar, á
Blönduósi og Skagaströnd. Tók-
ust tónleikarnir mjög vel. Jóla-
tónleikar voru haldnir á Blöndu-
ósi í desember. Jónas.
ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST ....
Útköll hafa aldrei verið fleiri hjá
Hjálparsveitinni, en þau voru 18
á árinu til leitar, og þar að auki
L