Húnavaka - 01.05.1978, Page 180
178
H Ú N AVA K A
var átta sinnum veitt minnihátt-
ar aðstoð. Æfingar voru nokkrar
á árinu, og sá H.S.S.B. um sam-
æfingu Landssambands hjálpar-
sveita við Seyðisá í sumar. Stofn-
aður var björgunarskóli á vegum
Landssambandsins, og liófst
hann með námskeiði í skyndi-
lijálp II. Sendi sveitin einn fé-
laga á þetta námskeið, og vænk-
aðist hagur hennar mikið við að
fá í sínar raðir fullnuma kennara
í skyndihjálp.
Fjáröflun var með líku móti
og áður. Flugeldasalan var þar
stærsti liðurinn, en einnig bárust
góðir styrkir frá flestum sveitar-
félögum í sýslunni, og einnig úr
sýslusjóði.
Hjálparsveitinni hafa bætst
nokkrir nýir félagar, og einnig
var keypt talsvert af nýjum bún-
aði, svo sem leitarljós, talstöðvar
og fleira.
Hjálmar Eyþórsson gaf sveit-
inni hús á árinu og er ætlunin að
finna því góðan stað í óbyggð-
um, þegar farið hefur fram við-
gerð á því. U. A.
FERÐIR TIL GRÆNLANDS
Á NÆSTA ÁRI.
Aðalfundur Norræna félagsins í
A.-Hún. var haldinn 26. maí á
Blönduósi. Félögum fjölgaði á
árinu, og æ fleiri nota sér lág
flugfargjöld, sem þeim standa t'l
boða til hinna Norðurlandanna.
Er í ráði að taka upp á næsta ári
ferðir til Grænlands á vegum
félagsins.
Þann 22. júní gekkst Norræna
félagið fyrir kynningu á störfum
Norðurlandaráðs, sem minntist
25 ára afmælis síns á árinu. Gest-
ir fundarins voru: Hjálmar
Ólafsson formaður Norræna fé-
lagsins á íslandi, Erlendur Pat-
ursson lögþingsmaður frá Fær-
eyjum og kona hans. Flutti
Hjálmar Ólafsson erindi um
norrænt samstarf og Erlendur
Patursson um Norðurlandaráð
og smáþjóðirnir, en hann hefnr
setið um árabil í Norðurlanda-
ráði. Að lokum var sýnd kvik-
mynd frá Færeyjum.
Á. S.
FRÁ GRUNNSKÓLANUM
Á BLÖNDUÓSI.
Nemendur skólans náðu mjög
góðum árangri í íþróttakeppni
USAH sem var milli skóla í sýsl-
unni, og unnu fimm bikara af
sex sem um var keppt. A vegum
skólans kom Ólafur Kvaran list-
íræðingur til Blönduóss og flutti
erindi, sem hann nefndi „Stafróf
myndarinnar." Kennarar frá
Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar
kenndu í hálfan mánuð og voru
nær allir nemendur skólans þar
með. Karl Helgason kom í skól-