Húnavaka - 01.05.1978, Page 185
H Ú N AVA K A
183
Á Norðurlandsvegi voru gerð-
ar miklar endurbætur nálægt
Svartárbrú, og byrjað var á
færslu vegarins á Axlarbölum.
Brú var byggð á Hafursstaðaá
á Skagastrandarvegi og vegabæt-
ur gerðar í sambandi við hana.
Brúin er 12 metrar á lengd.
í Skagavegi var unnið tölu-
vert, mest utan við Hofsá. í
Svartárdal var lagður nýr vegur
milli Kúfustaða og Stafns. Þá var
og unnið nokkuð í Auðkúluvegi
við Mosfell, einnig í Neðribyggð-
arvegi við Sölvabakka.
Töluvert var unnið við endur-
byggingu á heimreiðum og sýslu-
vegum auk venjulegs viðhalds
vega á ýmsum stöðum.
Jóh. Guðm.
MANNFJÖLDI í HÚNAVATNSSÝSLU
1. DESEMBER 1977.
Ibúar
Staðarhreppur ............ 138
Fr.-Torfustaðahreppur .... 111
Y.-Torfustaðahreppur .... 236
Hvammstangahreppur .... 481
Kirkjuhvammshreppur ... 142
Þverárhreppur............. 164
Þorkelshólshreppur ....... 204
Áshreppur ................ 153
Sveinsstaðahreppur........ 130
Torfalækjarhreppur ....... 157
Blönduóshreppur .......... 830
Svínavatnshreppur ........ 154
Bólstaðarhlíðarhreppur ... 169
Engihlíðarhreppur ....... 115
Vindhælishreppur.......... 72
Höfðahreppur............. 597
Skagahreppur ............. 94
I Vestur-Húnavatnssýslu voru
774 karlar og 702 konur, en í
Austur-Húnavatnssýslu 1.319
karlar og 1.152 konur.
J. I
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Aðalfundur Prestafélags Hóla-
stiftis var haldinn í félagshe.mil-
inu Fellsborg í Höfðakaupstað
laugardaginn 13. ágúst, daginn
fyrir Hólahátíð.
Hófst hann með helgistund,
sem sr. Pétur Þ. Ingjaldsson pró-
fastur hafði. Sr. Pétur Sigurgeirs-
son vígslubiskup, formaður fé-
lagsins, stjórnaði fundinum, en
lrann sóttu 13 prestar og 4 prests-
konur. Tvö voru aðalmál fund-
arins: Lagabreytingar sem sr.
Þórhallur Höskuldsson á Möðru-
völlum hafði framsögu um, og
álit starfsháttanefndar, sem sr.
Gunnar Gíslason prófastur í
Glaumbæ reifaði. Um kvöldið
var kvöldvaka í Hólaneskirkju.
Þar flutti ræðu Helgi Rafn
Traustason kaupfélagsstjóri á
Sauðárkróki, sem er kirkjuþings-
maður. Sigursteinn Guðmunds-
son héraðslæknir sýndi kvik-