Húnavaka - 01.05.1978, Síða 187
H Ú N AVA K A
185
iim fundi. Voru þessar veitingrr
veittar fundarmönnum af sókn-
arnefnd Hvammstanga og sjálf-
boðaliðum hennar.
Melstaður.
Sr. Gísli Kolbeins hlaut lögmæta
kosningu í Stykkishólmspresta-
kalli, hinu forna Helgafells-
klaustursprestakalli, í mars.
Þjónaði hann báðum brauðun-
um til júníloka, þá tók við þjón-
ustu að Melstaðarprestakalli sr.
Yngvi Þ. Árnason á Prestbakka í
Hrútafirði. Sr. Gísli Kolbeins
hafði þjónað Melstaðarpresta-
kalli í 25 ár og þótti röggsamur
kennimaður og rak búskap að
Melstað. Kona hans, Sigríður
Kolbeins, var organisti á Mel-
stað og lét sig söngmál miklu
skipta í prestakallinu, en það
hafði forveri sr. Gísla gert, sr.
Jóhann Briem, og verið leiðtogi
um.
Þann 18. september var cand.
theol. Pálmi Matthíasson vígður
á Akureyri til prests í Melstaðar-
prestakalli, en hann hafði verið
settur til að þjóna brauðinu. Sr.
Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup
á Akureyri framkvæmdi vígsl-
una.
Þann 25. september setti pró-
fastur, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson,
hinn unga prest inn í embættið
við messugjörð í Melstaðar-
kirkju. Ennfremur voru mættir
þar sr. Róbert Jack og sr. Árni
Sigurðsson.
Sr. Pálmi Matthíasson er
kvæntur maður og er kona hans
Unnur Ólafsdóttir, Miðfirðingur
að ætt. Þau hjón settust að á
Hvammstanga.
Þess má geta að viðgerð fór
fram á prestsseturshúsinu á Ból-
stað en það hefur ekki verið not-
að um árabil. Fluttu þau hjón
sr. Hjálmar Jónsson og kona
hans í húsið.
Hafin var endurbygging
Holtastaðakirkju, var steyptur
grunnur undir kirkjuhúsið og
endurnýjaður viður er fúi var í
og gerðar nýjar kirkjutröppur.
Var mikil vinna gefin við þetta
verk af sóknarbörnum er standa
mjög samhuga um verkið, kirkju-
húsinu til verndar. Hefur Kven-
félag Engihlíðarhrepps stutt það
með því að safna fé til þessa
verks.
Þá er hafin viðgerð á Melstað-
arkirkju að innanverðu.
Hofskirkja er elst guðshúsa í
Húnaþingi, byggð 1876 og er
vegleg sveitarkirkja. Hafa nú far-
ið fram á henni endurbætur, sett
í hana raf til ljósa og upphitun-
ar, var reykháfurinn er var inn-
anhúss, ásamt ofni, fjarlægður.
Stafnar kirkjunnar voru síðan
klæddir með harðviðarþiljum,
en veggir og loft látið halda sér.