Húnavaka - 01.05.1978, Page 190
188
H Ú N AVA K A
Viðbygging við Héraðshœlið
dsamt heilsugceshistöð.
Enn hefur ekki verið gengið
endanlega frá teikningum að við-
byggingu við Héraðshælið, en
slíkt hefur verið á döfinni um
nokkurt árabil. Ekki verður rak-
in hér orsök seinagangs þessara
mála, en þess skal þó getið að
ekki er það sök heimamanna. Nú
virðast þó teikningar endanlega
ákveðnar þó enn liggi ekki fyrir
samþykktir viðkomandi aðila.
Nokkrar breytingar hafa á orðið
frá því síðast var ritað í Húna-
vöku um þessi mál. Mun væntan-
lega verða nánar frá þessu sagt í
næstu Húnavöku. Þess skal þó
getið að veik von er um að af
byrjunarframkvæmdum geti orð-
ið á þessu ári.
Héraðshœlið.
Sumarið 1976 voru akbrautir
Blöndumegin við Héraðshælið
undirbúnar undir varanlegt slit-
lag. Lóðin var öll löguð þeim
megin og lagðar á þökur. Gréri
þetta allt vel upp á síðastliðnu
sumri og er mikil prýði að þess-
um framkvæmdum. Aðkallandi
er orðið að lagfæra þak, rennnr
og glugga hússins, svo og að mála
alla bygginguna að utan.
Á ellideild Héraðshælisins hef-
ur baðstofan verið löguð. Komn-
ar eru þar viðarþiljur en við það
hefur hún öðlast hlýlegan og
vinalegan blæ. Hefur þessi breyt-
ing tekist með ágætum. Er eins
og vistfólk jafnvel noti baðstof-
una meir en áður. Rétt fyrir síð-
ustu jól færði Kvenfélagið Vaka
hér á Blönduósi Héraðshælinu
litsjónvarp, sem komið hefur
verið fyrir í baðstofunni. Bendir
allt til þess að vistfólkið eigi
betra með að horfa á útsendingar
í lit en í svart-hvítu, því að það
horfir nú mun meir á sjónvarp
en áður.
Fyrir skömmu færðu Lions-
menn Héraðshælinu útvarp og
hljómflutningstæki að gjöf, sem
eru í baðstofunni. Auk beinna
útvarpssendinga er hægt að flytja
efni af segulbandi eða útvarpa
má því sem fram fer í baðstof-
unni, inn til þeirra sjúklinga,
sem ekki geta verið viðstaddir,
Efni, svo sem sögur, er hægt að
fá á segulbandsspólum frá Borg-
arbókasafninu í Reykjavík, og er
jrað efni nú flutt á vissum tím-
um dagsins, við góðar undirtekt-
ir sjúklinga og vistfólks. Sr. Árni
Sigurðsson sóknarprestur hefur
guðsþjónustur öðru hvoru í bað-
stofunni, og er nú mögulegt að
leyfa rúmliggjandi sjúklingum
sem öðrum að fylgjast með þeim.
Þá hafa verið gerðar breyting-
ar á heilsugæslustöðinni í Hér-
aðshælinu. Var eitt herbergi tek-
ið af íbúð læknisins og það tengt
heilsugæslustöðinni. Auk þess