Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 191
H U N AVA K A
189
var skrifstofan stækkuð fram í
biðstofuna, en síðan farið var að
raða niður tímum fyrir sjúklinga
er ekki þörf á miklu biðstofu-
rými. Komið hefur verið fyrir
þægilegum stólum frammi í
ganginum, sem alveg hafa nægt
í því skyni.
Gjafir og heimsóknir.
Héraðshælinu hafa borist margar
gjafir á þessu tímabili. Peninga-
gjafir hafa borist frá Sigurði Er-
lendssyni á Stóru-Giljá, Halldóru
Bjarnadóttur, sem nú er á sínu
105. aldursári og elst allra ís-
lendinga, Bjarna Einarssyni á
Blönduósi, og Önnu Austmann,
Betel Gimli, Manitoba í Kanada,
til minningar um foreldra henn-
ar Ingibjörgu Magnúsdóttur og
Sigvalda Jóhannesson, sem fluttu
til Kanada 1883. Einnig bárust
peningagjafir frá Sigurði Sig-
valdasyni, Árborg, Manitoba í
Kanada, til minningar um Þor-
leif Sveinsson frá Enni og Guð-
rúnu Eggertsdóttur frá Vatna-
hverfi, en það voru foreldrar
konu hans Eggertínu.
Bókagjafir hafa borist frá
Húnvetningafélagi Suðurlands á
Selfossi, en það félag hefur að
jafnaði hugsað hlýtt til okkar og
fært okkur bókagjafir um jóla-
leytið. Einnig hafa borist bóka-
gjafir frá Birnu Lúkasdóttur og
Bjarna Pálssyni hér á Blönduósi
og Guðrúnu Guðjónsdóttur í
Reykjavík. Kvenfélag Vatnsdæla
færði stofnuninni hita- og ljósa-
lampa fyrir ungbörn að gjöf.
Krabbabeinsfélag A.-Húntvatns-
sýslu gaf speglunartæki, þ. e. tæki
til þess að skoða ristil og enda-
þarm. Kvenfélagið Vaka gaf hita-
pott fyrir gigtlækningar. Einnig
færði félagið stofnuninni lita-
sjónvarp, sem áður getur og til-
kynnt hefur það stjóminni um
gjöf á framköllunartækjum í
sambandi við röntgenmyndatök-
ur. Þá hefur borist rausnarleg
gjöf frá erfingjum Aðalheiðar
Hallgrímsdóttur frá Hvammi,
Vatnsdal, f. 12. júní 1892. Er það
bæði fjárupphæð og munir úr
innbúi hennar. Munum þessum
verður komið fyrir í Héraðshæl-
inu. Ýmsar fleiri gjafir hafa bor-
ist Héraðshælinu og vil ég fyrir
hönd stjórnarinnar færa öllum
þessum aðilum alúðarþakkir
fyrir.
Eg vil þakka að lokum öllum
þeim félagssamtökum og ein-
staklingum sem heimsótt hafa
sjúklinga og vistmenn til þess að
stytta þeim stundir við spil og
söng, að ógleymdum frábærum
veitingum. Slíkar heimsóknir
eru alltaf vel þegnar, og fólkinu
til óblandinnar ánægju.
S. G.