Húnavaka - 01.05.1978, Síða 192
190
HUN ava k a
ÁTTA IÍÚFRÆÐINGAR.
Fyrsta júlí kom til starfa hjá
Búnaðarsambandinu nýr héraðs-
ráðunautur, Jón Sigurðsson bú-
fræðikandidat frá Hvanneyri.
Jón er 25 ára, Reykvíkingur að
ætt og uppruna, fór í Bændaskól-
ann á Hvanneyri og síðan í fram-
haldsdeildina Jrar og lauk þaðan
prófi sl. vor.
Jón annast m. a. um jarðrækt
og nautgriparækt fyrir Búnaðar-
sambandið, ugglaust eiga störf
hans eftir að verða húnvetnskum
bændum til hagsbóta.
A aðalfundi í sumar var geng-
ið frá breytingum á búfjárrækt-
arsamþykkt fyrir sambandssvæð-
ið og bíður hún nú staðfestingar
stjórnvalda.
Jón Sigurðsson, héraðsráðunautur.
Dagana 30. og 31. mars gekkst
Búnaðarsambandið fyrir fræðslu-
námskeiði á Blönduósi um ýmis
málefni er snerta mjög störf og
afkomu bænda. Fyrri daginn
voru málshefjendur Ásgeir Jóns-
son rafveitustjóri á Blönduósi, er
ræddi um rafvæðingu í sveitum,
mismun á gjaldtöxtum o. fl., og
Stefán Pálsson forstöðumaður
Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins, er ræddi um lánamálin. Síð-
ari daginn voru málshefjendur
dr. Stefán Aðalsteinsson frá
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins og Hjörtur Eiríksson fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar
S.I.S. og ræddu Jreir um fram-
leiðslu og verkun ullar og skinna
og vinnslu úr þeim hráefnum.
Fundir Jressir voru fjölsóttir og
gagnlegir.
Bændahátíð var haldin á Jóns-
messukvöldi 24. júní og var fjöl-
sótt. Að venju fór fram á Bænda-
hátíð afhending viðurkenninga
til nýútskrifaðra búfræðinga.
Átta ungmenni héðan úr sýslu
luku prófi frá búnaðarskólum sl.
vor og hlutu 15 Jnisund krónu
viðurkenningu hvert frá BSAH.
Þau voru: Birgir Gestsson,
Kornsá, Brynjólfur Friðriksson,
Austurhlíð, Gróa Lárusdóttir,
Brúsastöðum, Jón Gíslason,
Stóra-Búrfelli, Þorleifur Ingvars-
son, Sólheimum, Þórarinn I. Sig-
valdason, Marðarnúpi, Þröstur