Húnavaka - 01.05.1978, Page 196
194
HÚN AVA K A
Sparisjóðurinn, sem verið hef-
ur og er enn í mjög þröngu
leiguhúsnæði, keypti á árinu hús-
eignina Hiifða og stefnir að því
að koma sér þar fyrir og flytja
starfsemi sína þangað.
Stjórn sparisjóðsins skipa þrír
menn, tveir kjörnir af ábyrgðar-
mönnum sjóðsins, en einn af
sýsl unefnd Austur-H únavatns-
sýslu, sem einnig kýs tvo endur-
skoðendur fyrir sjóðiuu.
Stjórnina skipa: Björgvin
Brynjólfsson, Ólafur Guðlaugs-
son, báðir kjörnir af ábyrgðar-
mönnum, og Sveinn Sveinsson,
kjörinn af sýslunefnd.
Endurskoðendur eru: Sveinu
Kristófersson og Haraldur Sigur-
jónsson.
Bj. Br.
ANNÁLL SKAGASTRANlíAR 1977,
skráður af Pétri Þ. Ingjaldssyni.
Fiskveiðar.
Arnar HU 1 aflaði vel á árinu,
eða alls 3.072 tonn, og voru afla-
verðmæti 263 milljónir króna.
Má telja að rekstur Arnars hafi
verið hagstæður á liðnu ári, enda
hefur Arnar reynst fiskisælt skip.
Skipstjóri á skipinu er Guðjón E.
Sigtryggsson. Arnar fór í fjögurra
ára klössun í Slippstöðina á Ak-
ureyri er tók um 3 vikur. Er
skipið var komið úr slippnum og
nær fullbúið til heimferðar, varð
eldur laus í því 15. nóvember,
þar sem það lá við bryggju slipps-
ins. Urðu menn úr nálægum
skipum varir eldsins, er var orð-
inn magnaður miðskipa, en skip-
ið var þá mannlaust. Kom
slökkvilið Akureyrarbæjar á vett-
vang og barðist við eldinn í 4
stundir. Var tekið það ráð að
dæla kvoðu í skipið, þar sem eld-
urinn geisaði og freista þess að
kæfa eldinn, sem um síðir tókst.
Var þá skipið mjög brunnið nrið-
skipa, svo að skipta varð um alla
innréttingu á neðra íbúðarþil-
fari, þar sem eru 5 íbúðarher-
bergi og borðsalur. \7ar strax haf-
ist handa um að endurbyggja
skípið.
Þá bar svo við er togari einn
sigldi frá bryggju slippsins, að
hann sló skut sínum á kinnung
Arnars og dældaði eina plötu í
byrðingnum. Ráðgert er að skip-
ið Arnar verði tilbúið í lok
janúar 1978.
Hrognkelsaveiðar gengu vel
og var afli góður. Sex smærri
bátar stunduðu þær og einn stór
bátur. Verðið var hagstætt. Einn
bátur reri frá Kálfshamarsvík til
grásleppuveiða.
Akveðið hefur verið að opna
Sildai-uerksiniðju rikisins til mót-
töku á loðnu til bræðslu á kom-