Húnavaka - 01.05.1978, Page 204
202
H Ú N AVA K A
nr verið á markaði til Russlands,
Ameríku, Oýzkalands o. fl. landa,
treyjur á unglinga og slár og
jakka á fullorðna. Saumastofan
er á sama stað og áður í kaup-
félagshúsinu á Skagaströnd.
Menntamál.
í barna- og unglingaskóla Höfða-
kaupstaðar eru 128 nemendur.
Sú breyting varð í kennaraliði að
stúdent Unnur Bjamadóttir lét
af störfum en í stað hennar kom
Hansína Jónsdóttir.
Grafið var fyrir viðbótarbygg-
ingu sunnan við skólann og sleg-
ið upp mót, en eigi stey])t vegna
frosta. í Jressari byggingu erti
fyrirhugaðar 4 kennslustofur, |r.
á. m. fyrir matreiðslu, sauma-
kennslu og tónlistarkennslu.
Próf á árinu.
Lára Bylgja Guðmundsdóttir
lauk prófi frá Fóstruskóla íslands
í Reykjavík.
Prófi trésmiða Guðmundur
Viðar Guðmundsson frá Tré-
smíðaverkstæði Guðmundar Lár-
ussonar.
Bókasafn Höfðahrepps.
Bókasafnið starfaði eins og áður.
Hefur aðsókn aukist og einnig
hefur Jrað aukið bókakost sinn.
Er Jrað opið 11 mánuði ársins.
Lánaðar voru út alls 8175 bækur,
Jrar af barnabækur 419. Ski]D-
verjar á togaranum Arnari fengu
lánaðar bækur eins og oft áður.
Þá jókst bókaeign safnsins bæði
af þeim bókum sem keyptar voru
og af bókagjöf Guðmundar Páls-
sonar, Karlsminni, er hann
ánafnaði safninu eftir sinn dag.
Var Jrar margt valdra bóka, því
Guðmundur var bóklmeigður og
bar gott skyn á mál manna. Af
þessari bókagjöf hafa 120 bækur
verið settar til útlána. Hann
hafði verið í L.estrarfélagi Hcöfða-
hrepps frá Jrví Jrað var stofnað.
Hafa bæktir Guðmundar verið
merktar með sérstökum stimpli,
eius og bókagjöf frú Þuríðar
I.ange á sínum tíma.
Leikstarfsemi.
í desember sýndi Leikklúbbur
Skagastrandar leikritið Skjald-
hamra eftir Jónas Árnason. Leik-
stjóri var Einar Rafn Haralds-
son frá Egilsstöðum er reyndist
mjög vel. Leikritið fjallar um
atburði stríðsáranna er leit var
gerð af setuliði Breta að þýzkum
manni er gæti verið njósnari, er
væri helst að leita á útskögum
Jressa lands svo sem vitavarðar-
bústað. Leikrit Jretta hefur verið
mjög vinsælt með leikhúsgestum
og reyndist svo hér meðal Hún-
vetninga. Leikurinn var mjög
vel leikinn en leikstjórn og leið-
beining tókst vel.
I.eikritið var sýnt á Skaga-