Húnavaka - 01.05.1978, Page 205
H Ú N AVA K A
20.‘5
strönd, Blönduósi og Hvamms-
tanga við góða aðsókn.
Formaður Leikklúbbsins er
Magnús Jónsson kennari.
Fréttablað.
Fréttablað var gefið út í Höfða-
kaupstað 1977, nefndist það
Fréttir frá Skagaströnd, ábyrgð-
armaður Sveinn S. Ingólfsson
framkvæmdastjóri. Komu út af
þessu blaði tvö tölublöð. Segir
svo í upphafi ávarps er blaðið
flytur til lesenda:
Sú lmgmynd hefur lengi brot-
ist um í undirrituðum að nauð-
syu væri á útgáfu blaðs á Skaga-
strönd, sem sérstaklega helgaði
sig málefnum staðarins. Blað sem
gæti verið vettvangur frjálsrar
umræðu um staðarmál og önnur
er áhugi væri fyrir.
Kvenfélagið 50 ára.
Kvenfélagið Eining á Skaga-
strönd varð 50 ára 27. mars og
var þá mikill mannfagnaður er
kvenfélagið bauð öllum staðar-
búum til. Veizla þessi stóð með
ýmsum skemmtiatriðum í tvo
daga og var fólki skipt niður eftir
aldri. Alls munu hafa komið í
félagsheimilið Fellsborg um 300
manns þessa daga.
Fyrri daginn var samkoma um
kviildið þann 27. mars. Forrnað-
ur félagsins, Björk Axelsdóttir,
setti samkomuna og bauð fólkið
velkomið en Helga Berndsen
stjómaði skemmtiatriðum. Má
þar til nefna að 3 konur lásu upp
valda kafla úr sögu kvenfélags-
ins tekna saman af Elísabetu
Árnadóttur, Réttarholti, ritara
félagsins. Þá tóku margir bæjar-
búar til máls, konur og karlar.
Bárust félaginu gjafir og árnaðar-
óskir og jrakkir íbúa staðarins í
þess garð. Má þar til nefna að
Höfðahreppur, sveitarfélag, gaf
félaginu 100 þúsund kr. sem
Jjakklætisvott fyrir störf þess í
þágu almennings. Flutti við það
tækifæri Bernódus Olafsson odd-
viti ræðu og afhenti peningagjöf-
ina. Þá bárust félaginu ýmsar
gjafir og borðfáni frá Sambandi
A.-Húnvetnskra kvenna. F'or-
maður ungmennafélagsins Fram,
Guðmundur Haukur Sigurðs-
son, árnaði félaginu allra heilla
og færði því frá félagi sínu flos-
mynd. Sýnir myndin fjallið Spá-
konufell ásamt sveitabænum Spá-
konufelli og húsfreyju þar úti á
hlaði með skjólur. Þá færði
\rerkalýðsfélag Skagastrandar
kvenfélaginu 100 Jrtisund kr. að
gjöf, sem Jtakklætisvott hinnar
vinnandi stéttar. Páll Jónsson gaf
20 þúsund kr. til minningar um
Sigríði Guðnadóttur konu sína.
Þá lýsti formaður kvenfélags-
ins því yfir að tvær konur liefðu
á Jæssum tímamótum verið
kjörnar heiðursfélagar, Jrær Guð-