Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 29
HÚNAVAKA
27
lánuðu félaginu einhverja vinnu, helst vikuvinnu hver fyrir sig“. Á
aðalfundi, daginn eftir, lofa svo fundarmenn að lána 148 dagsverk
(hvert metið á 5 kr.) til eins árs vaxtalaust.
Deilumál við sýslunefnd
Austur-Húnvetninga
Samkvæmt samþykktum um Svínvetningabraut frá 13. október
1920, sem sýslunefndin hafði samþykkt í einu hljóði, ber sýslusjóði að
greiða helming þess kostnaðar við brautina, sem ekki fæst úr ríkissjóði.
Þetta gerir sýslusjóður nokkurn veginn viðstöðulaust til 1923. Þá í
ársbyrjun átti sýslusjóður ógoldnar 2581,91 krónur til félagsins, af
vegagerðarkostnaði 1922.
Á sýslufundi, sem hófst 24. apríl 1923, skipuðu fjárhagsnefnd, Bogi
Brynjólfsson sýslumaður, Hafsteinn Pétursson og Jón Hannesson. í
gjörðabók félagsins segir svo: „Vildu þeir ekki veita einn eyri til verk-
legra framkvæmda allra síst brautarinnar. Á fjárhagsáætlun sýslu-
sjóðs var því ekki gert ráð fyrir að borga einn eyri af áföllnum kostnaði
við vegi né bryggjur“.
Jón í Stóradal var í sýslunefndinni og mótmælti þessari umfjöllun
fjármála og taldi að, þótt fjárhagur sýslusjóðs væri slæmur yrði hann
að standa við skuldbindingar sínar og taka eða útvega lán. Allar
tillögur Jóns voru felldar, en samþykkt tillaga frá sýslunefndarmanni
Engihlíðarhrepps, Árna Á. Þorkelssyni, svohljóðandi: Oddvita sýslu-
nefndar heimilað að greiða úr sýslusjóði kr. 1500 til Svínvetninga-
brautar, þó ekki yfir 1/4 kostnaðar og kr. 1500 til bryggju á Skaga-
strönd, nái hann hagfelldum samningi við Islandsbanka um greiðslu á
víxilskuld sýslunnar við hann.
Formaður vegafélagsins og öll stjórnin taldi framkomu sýslunefndar
brot á þeirri samþykkt, sem sýslunefndin hafði gert og fyrr er getið.
Formaður snéri sér því til Péturs Magnússonar, lögfræðings í Reykjavík
og leitaði álits hans á gildi samþykktarinnar, og einnig um hvort
gerlegt væri að höfða mál á hendur sýslusjóði og fá hann dæmdan til
að greiða til vegarins eftir 3. grein.
Pétur Magnússon svaraði með bréfi 30. maí 1923 og taldi gildi
samþykktarinnar tvímælalaust, en hugði einfaldara að fá úrskurð
Stjórnarráðsins yfir sýslunefndinni heldur en dóm.