Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 73
HÚNAVAKA
71
fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
enn teknar upp i þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
Að grafa brunna og hlaða úrgrjóti 2 fet niður jafnt og eitt dagsverk. Eigi
skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
Að finna nýtilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir í vegg teljist dagsverk. “
Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir fram-
kvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skvldi
hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
í fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af pening-
um hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
hafi verið stutt.
Hús- og bústjórnarfélag Suðuramtsins var stofnað árið 1836, talið
fyrsta búnaðarfélag landsins, og síðan var Búnaðarfélag Bólstaðar-
hlíðar- og Svínavatnshrepps stofnað árið 1842. Þannig var það félag
búið að starfa í 40 ár þegar Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað.
Tengsl Búnaðarfélags Bólstaðarhlíðarhrepps og Svínavatnshrepps
rofnuðu árið 1857 og féll starfsemi búnaðarfélags í Bólstaðarhlíðar-
hreppi niður af og til, til ársins 1888, er það var endurvakið.
Sr. Þorlákur Stefánsson, er gerðist prestur á Undirfelli árið 1859
hafði áður verið þjónandi í sóknunum ofan Blöndu. Hann var
áhugasamur um búnaðar- og menningarmál. Er trúlegt að hann hafi
látið til sín taka um þessi mál, meðan hans naut við í Vatnsdal, en
hann dó árið 1870.
Athygli vekur að í báðum tilfellunum eru það opinberir embættis-
menn í bændastétt, sem taka forustuna um þessi félagsmál bænda.
Ástæða er til þess að vekja athygli á, að á því ári, sem Búnaðarfélagi
Áshrepps er hleypt af stokkunum, er óáran í landinu sökum eindæma
kaldrar veðráttu. Sagnir herma að tíu sinnum hafi orðið alsnjóa niður