Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 115
BJARNI TH. GUÐMUNDSSON:
Vertíð í Keflavík
1918-19
Vildi ekki verða bóndi
Foreldrar mínir, Guðmundur Kristjánsson og María Eiriksdóttir,
sem bjuggu lengst af í Hvammkoti á Skagaströnd, eignuðust tiu börn,
þrjá syni og sjö dætur. Var ég fimmta barn í röðinni, bræður mínir
voru elstir og ár á milli þeirra. Það féll því snemma i minn hlut að vera
í snúningum við kindur, hross og kýr. Hvammkot var lítil jörð, þó gat
faðir minn haft töluvert á annað hundrað fjár og um tuttugu hross, en
kýr hafði hann oftast tvær. Kristján, sem var elstur af okkur bræðrum
fór snemma að slá og varð góður sláttumaður, fór hann suður á tvær
vertíðir, en var annars alltaf heima. En Guðmundur, sem var rúmu ári
yngri en Kristján lærði aldrei að slá, en fór ungur til sjóróðra. Fór hann
fyrst suður á vertíð sautján ára og var þá við mótorbát i Keflavík.
Stundaði hann alltaf sjó eftir það, var lengi formaður á Skagaströnd
og Siglufirði og mikill aflamaður.
Veturinn 1918, 22. mars varð ég fimmtán ára. Þá var ákveðið að ég
yrði við heyskap næsta sumar og lærði að slá og byrja þar með
fullorðinsárin. Það kom fljótt í ljós að ég yrði aldrei mikill sláttumað-
ur, eða svo sagði faðir minn, og því siður bóndi, honum fannst svo lítið
ganga hjá mér. Hugur minn stóð í allt aðra átt en fást við heyskap, ég
vildi verða smiður, helst húsasmiður. Það vissi líka faðir minn. Hann
færði í tal við mig hvort hann ætti ekki að hitta Friðfinn snikkara á
Blönduósi og vita hvort hann vildi taka mig sem lærling. Varð ég því
mjög feginn. Hitti hann nú Friðfinn, en hann sagðist hafa lærling sem
ætti eftir hjá sér tvö ár. Þegar hann væri laus, skyldi hann taka mig.
Eftir að hafa fengið þessi tíðindi, að þurfa fyrst að bíða i tvö ár og
vinna svo kauplaust í fjögur ár, fannst mér þetta allt mjög óaðgengi-
legt, en verst af öllu var að geta ekki byrjað strax. Mig langaði þá til að
8