Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 55
HÚNAVAKA
53
þessar sleðaferðir. Þeir beygðu stundum af Hnausakvíslinni hingað
heim, til þess að hlýja sér, áður en haldið var til Blönduóss.
Það var ánægjulegt að gefa þessu fólki kaffi, því veitti ekki af
hressingu, því að stundum var mikið frost. Seinna, eftir að bílarnir
komu til sögunnar, en það mun hafa verið 1923, sem fyrsti bíllinn kom
til Blönduóss, þá komu bændur úr Vatnsdal á sleðum sínum að
Hnausum. Þá var ekki bílfært í Vatnsdalinn, svo að þeir skildu hesta
og sleða eftir, en fengu bílinn til þess að flytja varninginn fram að
Hnausum. Þetta tók styttri tíma, því að löng var leiðin frá fremstu
bæjum í Vatnsdal, alla leið út á Blönduós.
Svo kom auðvitað fólk úr sveitinni, ef það þurfti að hringja, eða var
kallað í síma sem algengt var. Ef um læknisvitjanir var að ræða, þá var
oft skrifað bréf með sendimanni, og við beðin að lesa það í áheyrn
læknisins í gegn um símann. Læknirinn varð þá að meta það sjálfur
hvort hann ætti að koma, eða senda meðul frá Blönduósi fram eftir. Þá
þurfti sendimaður að bíða hjá okkur með hesta sína eftir komu
læknisins eða meðölunum sem send voru.
Á þessum árum, allt fram yfir 1930, var lítið um gistiaðstöðu fyrir
ferðafólk, nema á sveitabæjum. Þá komu stórir hópar á sumrin ríðandi
með marga hesta og báðust gistingar á bæjum sem sími var á og voru í
þjóðbraut. Næstu símstöðvar við Hnausa voru á Lækjamóti og í
Bólstaðarhlíð. Einnig var simstöð á Blönduósi. Oft hringdum við
hvert í annað ef hópur var á ferð, sem ætlaði að gista.
— Hvernig gátuð þið tekið á móti gestum með svona sluttum fyrirvara?
— Það var alltaf nógur matur, bæði lax og silungur, nýr og reyktur,
svo egg, skyr og rjómi og svo alls konar súrmatur. Þá var ekki mjólk-
ursamlagið komið, en unnið úr mjólkinni heima. Þetta þótti góður
matur í þá daga og svo kaffi og brauð á eftir.
— Hvers konar fólk var þetta aðallega?
— Það var margt af embættismönnum ásamt fylgdarliði úr
Reykjavík, sem gjarna voru að sjá landið, margt af því fór í Mývatns-
sveitina og gisti hér í báðum leiðum. Svo var töluvert af útlendingum
með túlka og fylgdarsveina og man ég sérstaklega eftir þýskum barón,
sem gisti hér sumarið 1925 ásamt föruneyti. Hann var mjög tauga-
veiklaður, barðist í fyrra stríði, sagði Vernharður Þorsteinsson kenn-
ari, sem var túlkur þessara manna. Þeir misstu hann hvað eftir annað
innan um bæinn og síðast náðu þeir honum í baðstofunni, þar sem
börnin sváfu, en hann róaðist svo smátt og smátt.