Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 50
48
HÚNAVAKA
legir, og eru til um það ótal sagnir í Landpóstunum og víðar, hve
mikið var treyst á hestinn i þessum ferðum.
Það var 11. maí, sem ég lagði upp í þessa ferð frá Reykjavík.
Klukkan sjö að morgni lagði skipið, sem gekk á milli Reykjavíkur og
Borgarness, af stað og flutti bæði fólk, póst og annan farangur.
Það var mjög gott veður, sól og sunnan andvari og sléttur sjór. Ég
hafði sjaldan komið á sjó og var búin að kvíða fyrir að verða sjóveik, en
það varð ekki. Skipið kom til Borgarness á tilsettum tíma, og þar beið
pósturinn, sem var Jón Jónsson frá Galtarholti, var hann póstur frá
Borgarnesi að Stað í Hrútafirði. Hann tók þarna á móti póstinum, sem
kom frá Reykjavík og átti að fara til Akureyrar og annarra staða
norðanlands.
Við, sem ætluðum að verða honum samferða, gáfum okkur fram.
Það hafði verið svo um samið, að hann lánaði mér hest og söðul, en
ekki man ég hvað úthaldið kostaði. Ég fékk þýðan og þægan hest,
jarpan að lit og sæmilega viljugan. Nú var ekki til setunnar boðið, en
tafarlaust haldið af stað, eftir að hafa drukkið kaffi á Vertshúsinu. Þá
var Jón búinn að ganga endanlega frá póstkoffortunum og öðrum
farangri. Ekki man ég glöggt hvað við vorum mörg, en mig minnir að
það væru 4 karlmenn og 3 konur. Þær voru auk mín Margrét Péturs-
dóttir frá Stóru-Borg, náfrænka Jóns frá Galtarholti, og Kristín Vil-
hjálmsdóttir, einnig Húnvetningur. Sú síðarnefnda var að fara í
kaupavinnu norður að Bólstaðarhlíð, og sá ég hana þarna í fyrsta sinn,
en ekki það síðasta, því að við áttum báðar eftir að verða húsmæður
fyrir norðan, og tókst þá með okkur góður vinskapur.
Kristín giftist Birni Blöndal, og bjuggu þau á Kötlustöðum í
Vatnsdal og víðar. Margrét Pétursdóttir var að koma frá orgelnámi í
Reykjavík. Hún giftist Aðalsteini Dýrmundssyni og bjuggu þau á
Stóru-Borg, hana þekkti ég líka mjög vel í gegnum árin.
Það hélst sama góða veðrið og áfram mjakaðist póstlestin. Það var
ekki hægt að fara hratt en látið stíga liðugt. Vegurinn var ekki upp á
það besta, klakahlaup á köflum, sérstaklega þegar upp í Norðurár-
dalinn kom og vildu þá hestarnir vaða í, og þá var svo hætt við að
koffortin hrykkju af klökkunum. Öðru hverju varð að stansa og taka
ofan af hestunum og lofa þeim aðeins að hvíla sig.
Svona var haldið áfram allan daginn, og man ég að okkur þótti
Norðurárdalurinn langur. Um kvöldið komum við að Fornahvammi
og þar var ákveðið að gista um nóttina. Þar voru gestgjafar Davíð