Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 31
HÚNAVAKA
29
á vantaði af fyrra árs vegagerðarkostnaði, var ekki þar með sagt að hún
sætti sig við þessa skipan mála til lengdar.
Á sýslufundi 25. apríl 1925 lagði sýslunefndarmaður Engihlíðar-
hrepps, Árni Á. Þorkelsson, fram svohljóðandi tillögu:
„Út af deilu þeirri, sem ríkir milli sýslunefndar Austur-Húna-
vatnssýslu annars vegar, og stjórnarnefndar Svínvetningabrautarfé-
lagsins hins vegar, um skilning og gildi á samþykktinni um sýsluveg-
inn Svínvetningabraut frá 1920, ályktar sýslunefndin, að láta dóm
ganga um það:
1. Hvort samþykktin sé bindandi fyrir nefnda sýslunefnd og sýslu-
sjóð Austur-Húnavatnssýslu.
2. Að hve miklu leyti greiðsluskylda hvílir á nefndum sýslusjóði
samkvæmt nefndri samþykkt, sé hún bindandi, allt samkvæmt
nánari réttarkröfum, sem hér verða gjörðar.
Mál þetta skal rekið fyrir gestarétti Reykjavíkur“.
Tillaga þessi var samþykkt með 7 atkvæðum og lýsti sýslunefndar-
maður Svínavatnshrepps því yfir, að ef sýslunefndin höfðaði mál
samkvæmt tillögunni væri hann því samþykkur fyrir hönd nefnds
félags, að málið væri rekið fyrir gestarétti Reykjavíkur.
Sýslunefndin ákvað að fela oddvita sínum að flytja mál þetta sjálf-
ur, eða útvega annan til að flytja það fyrir hönd sýslunefndar, og taldi
sjálfsagt að hæstaréttardómur verði látinn ganga í máli þessu.
Undir umræðum um þetta mál lagði Þorsteinn Bjarnason, sýslu-
nefndarmaður Blönduóshrepps fram þessa tillögu:
„1 sambandi hér við ályktar sýslunefndin, að veita ekkert fé úr
sýslusjóði eða væntanlegum sýsluvegasjóði til framhalds nýbyggingar
á Svínvetningabraut, fyrr en framangreind ágreiningsatriði eru út-
kljáð með dómi, þó má nota fé sýslusjóðs á yfirstandandi ári, sem
nemur allt að kr. 1000 til þess að mölbera það, sem ófullgjört er af
brautinni, þó ekki yfir 1/4 kostnaðar“.
Tillaga þessi var samþykkt.
Bogi Brynjólfsson sýslumaður stefndi, 24. september 1925 fyrir
hönd sýslunefndar, stjórn Svínvetningabrautarfélagsins og segir svo í
stefnunni: