Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 146
144
HÚNAVAKA
Við félagar komum til Blönduóss fyrir hádegi. Sprettum af hestun-
um og rákum þá á haga, sem var rennblaut, fúin og graslítil mýri rétt
við kauptúnið. Er hún nú orðin öll hin fegurstu tún og prýði kaup-
túnsins. Að því loknu lögðum við inn kjötið og gærurnar og tókum út
mjölvörur og aðrar nauðsynjar. Brátt komu rekstrarmennirnir með
féð. Var það rekið í rétt við blóðvöllinn og síðan hófst slátrunin.
Kaupmaðurinn lagði til starfsfólkið, skurðarmenn, gálgamann,
fláningsmenn, stúlkur við mörborð o.s.frv. Við húskarlar prests
hjálpuðum til eftir megni, tókum móti slátrinu, hagræddum því á
borðunum, er til þess voru ætluð og kældum það. Mörinn og ristlana
létum við í skrínur svo og lungu og lifrar. Af hausunum söguðum við
hornin, söltuðum þá og létum síðan í poka ásamt hrútspungum og
fótum. Blóðið létum við í belgi. Fékk fláningsmaðurinn eina krónu í
aukaþóknun fyrir belginn, því að það þótti erfiðara en önnur fláning.
Ég ók vömbunum norður á bakka Blöndu. Þar tók við þeim roskin
kona sem þvoði innan úr. Dag eftir dag og viku eftir viku, í fullan
mánuð, hafði hún þetta sama verk með höndum, hvort heldur sem
sólin skein og suðrið andaði blíðum blæ, eða rigning var á, svo að ekki
var hundi út sigandi eða jafnvel gekk í norðanátt með fjúki og frosti.
Ekki var hún hýr á brá, þar sem hún kraup á klöppinni, gildvaxin og
luraleg, í togsokkum og leðurskóm á að giska í þremur pilsum og
strigapilsi utan yfir og karlmannsburu að ofan og sjóhatt á höfði. Oft
hefur henni verið kalt. Það sýndu hendur hennar, bláar, þrútnar og
vatnsloppnar, enda var vatnið í Blöndu jökulkalt. En ekki dugði
annað en halda þetta út. Þetta var hennar vertíð. Besti tími að afla
peninga.
Undir myrkur var slátrun lokið, búið að vega ull og gærur og binda
upp á hestana. Einhverra orsaka vegna gátum við ekki lokið af erind-
um okkar um kvöldið og urðum að taka gistingu.
Við vitjuðum hrossanna, rákum þau í rétt, því að við þorðum ekki
að hafa þau úti í hagleysinu vegna stroks. En hvað tók nú við? Farar-
stjórinn neitaði hiklaust að taka gistingu á gistihúsi og ákvað að vaka
yfir farangrinum. Hann hafði heyrt að fyrir kæmi að einhverju væri
hnuplað af farangri, sem lægi úti án gæslu. Og maðurinn var bæði
framúrskarandi dyggur og þjófhræddur svo að af bar. Eg var lítt
haldinn af klæðum, án hlífðar- og skjólfata. Hann var hið besta búinn
klæddur ullar vormeldúksfötum. Á baki og brjósti hafði hann fóðruð
lambsskinn, nærföt úr ull og var vel búinn til fótanna. Ég neyddist til