Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 140
138
HÚNAVAKA
gaman er að fylgjast með. Seinna um daginn er rennt fyrir silung, en
veiði er treg. Þó fæst í góða máltíð og smakkast hann vel glóðarsteikt-
ur.
Þriðjudaginn 12. ágúst er veðurblíðan hin sama. Nú skal þreyta
göngu til Hornvíkur. Vistir og nauðsynjar eru settar í þrjá bakpoka, og
haldið af stað um hádegisbilið. Gengið er upp í Búðarskál og þaðan
einstígi upp yfir Skálakamb. Siðan eftir varðaðri gönguleið í átt að
Atlaskarði. Á vinstri hönd sér yfir Hælavík. Sólskinið helst allt til
komið er í Atlaskarð. Þar mætir okkur allhvass vindur.
Ferðin sækist greitt niður í Rekavík bak Höfn, Atlaskarð er að baki
með sinn austan strekking, en sól og blíða hér í skjólsælli víkinni. Farið
er allt niður í fjöru og eftir henni, allt að hinum sérkennilega Trölla-
kambi, furðusmíð og eigi greiðfær og áfram fyrir Hafnarnes. Brátt sér
inn um Háumela og austan víkur blasa við reisuleg bæjarhúsin að
Horni, hinu forna stórbýli. Þar yfir gnæfa mikilúðlegir tindar Horn-
bjargs, Miðfell, Jörundur og Kálfatindur. Innan við Kálfatind tekur
við Innstidalur og nær allt að Almenningsskarði og Dögunarfelli. Upp
af Innstadal er Eilífstindur.
Síðasta spölinn að Höfn er gengið um grónar grundir. Er þar víða
blómskrúð mikið og fagurt.
Komið er í hlað í Höfn um klukkan 17. Þar eru fyrir þrír ungir
ferðalangar, franskir, og deilum við húsum næstu nótt með þeim. Um
kvöldið er rennt fyrir silung, gengið um tún og engi í kyrrð kvöldsins.
Hér, í grónum götum yfirgefinnar byggðar stígur sagan fram. Hér var
eitt sinn mikið mannlif. Hér mættu menn örlögum sínum, gengu á
hólm við óbliða veðráttu, kostuðu öllu til á stundum. Hvað veitti
gengnum kynslóðum slíkan kjark, slíkt afl og æðruleysi. Var það ekki
þessi nóttlausa sumarveröld með kvöldum sem þessum. Fegurðin,
mildin, þetta lifandi land, laust við villimennsku hins vélræna „nú-
tíma menningarlífs“.
Um hádegi, miðvikudaginn 13. ágúst, er haldið úr hlaði. Nú skal
gengið í Látravík við Húnaflóa og Hornbjargsviti heimsóttur. Leiðin
um Kýrskarð er valin. Veður er gott, léttskýjað, ákjósanlegt göngu-
veður. Haldið er yfir Háumela, einkennilegur bungumyndaður sand-
ur, hækkandi fram til sjávar. Hafnarós er vaðinn. Er hann vel í hné og
nokkur sandbleyta sumstaðar. Allbratt er upp hlíðar Kýrdalsins,
grónar skriður og stórgrýtt urð. Er í skarðið kemur, sem er um 340 m
hátt, verður breyting á veðri, nokkurt kul af norðaustri og þoka byrgir