Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 188
186
HÚNAVAKA
þremur, Jóhönnu, Guðmundi og Steingrími. Á Svínavatni átti Elín
heima alla ævi. Þar gekk hún að störfum, bæði innan húss og utan,
eftir því sem þörf krafði, við heyskap og mjaltir í fjósi, enda dugleg til
allra verka og ósérhlífin með afbrigðum. Þau systkinin ráku í samein-
ingu myndarlegt bú á Svínavatni, en hafa nú dregið saman seglin,
enda aldurinn tekinn að færast yfir.
Elín giftist ekki né eignaðist afkomendur, en hún var barnelsk kona,
börn hændust að henni og elskuðu hana. Flest sumur voru einhver
kaupstaðarbörn og unglingar i sveit á Svínavatni, þar áttu þau einkar
góðu atlæti að mæta. Á heimilinu ólust upp fram yfir fermingaraldur
tveir systursynir Elínar, Jóhannes og Guðmundur Péturssynir, nú
búsettir í Reykjavík. Þeim reyndist Elin sem bezta móðir.
Elín var kona hlédræg að eðlisfari og lítt fyrir að trana sér fram, en
viðræðugóð og traustvekjandi, glaðlynd að eðlisfari, létt á fæti og
sívinnandi. Hún var áhugasöm um framfaramál sinnar sveitar og
samfélags, starfaði um árabil í Kvenfélagi Svínavatnshrepps, hafði
mikið yndi af söng og starfaði í Kirkjukór Svínavatnskirkju.
Lífsferill Elínar Jóhannesdóttur var ekki margbrotinn í ytra tilliti.
Hún gerði ekki víðreist um dagana, var heimakær. Hún elskaði sitt
heimili, og því helgaði hún krafta sína óskerta allt til hinztu stundar.
Samstarf þeirra systkinanna hefur reynzt farsælt. Á Svínavatns-
heimilinu ríkir hlýr og góður andi, það finna þeir, sem þangað koma,
þar í átti Elín sinn mikla og góða þátt.
Útför hennar fór fram frá Svínavatnskirkju 14. september.
Gubmundur Eyþórsson, bóndi í Brúarhlíð, lézt á Héraðshælinu að
morgni 2. jóladags, 26. desember. Hann var fæddur að Syðri-Löngu-
mýri í Svínavatnshreppi 17. júní 1914, en fluttist á fyrsta ári með
foreldrum sínum að Eiðsstöðum í sömu sveit. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Eyþór Guðmundsson, Húnvetningur að ætt, og Pálína
Salóme Jónsdóttir, er var ættuð af Vestfjörðum. Árið 1920 fluttu þau
hjón með tvö börn sín vestur í Hnífsdal í Isafjarðarsýslu, á heimaslóðir
Pálínu, en Guðmundur, sem var elztur systkina sinna, varð eftir hjá
Ingibjörgu Davíðsdóttur, að Gilá í Vatnsdal, og hjá henni ólst hann
upp til tólf ára aldurs. Þar átti Guðmundur góðu atlæti að mæta. Einn
skugga bar þó á dvölina í Vatnsdalnum. Á þessum árum veiktist
Guðmundur af lömunarveiki og lamaðist á báðum fótum, en fyrir
óvenjulegan dugnað og harðfylgi tókst honum að fá aftur mátt í