Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 32
30
HÚNAVAKA
„ . . . til þess aðallega að fá viðurkenningu fyrir því, að þrátt fyrir sam-
þykkt um sýsluveginn Svínvetningabraut frá 12. október 1920 eigi
sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu einvörðungu, en ekki stjórn Svín-
vetningabrautarfélagsins ákvörðunarrétt um það hve mikið fé úr
sýslusjóðnum skuli árlega lagt til lagningar sýsluvegarins Svínvetn-
ingabrautar, til vara að ofangreind samþykkt um téðan veg verði
dæmd ólögleg, ógild og óskuldbindandi fyrir sýslunefnd og sýslusjóð
Austur-Húnavatnssýslu, og til þrautavara, að sýslusjóði Austur-Húna-
vatnssýslu beri ekki að leggja neitt fram af kostnaðinum við lagningu,
nema þá því aðeins að styrkur fáist úr ríkissjóði og undir engum
kringumstæðum yfir 1/4 hluta kostnaðar, svo að það sem sýslusjóðn-
um kunni að bera að greiða til brautarinnar, beri honum ekki að
greiða fyrri en reikningur fyrir hvers árs lagningarkostnað liggur fyrir
og verkinu sé lokið fyrir það ár.“
Einnig krafðist stefnandi málskostnaðar að skaðlausu. Hinir
stefndu, stjórnendur félagsins, kröfðust algjörrar sýknu og máls-
kostnaðar, sem þeir töldu ekki mega lægri vera en 500 krónur.
Á aðalfundi félagsins að Auðkúlu 9. maí 1925 var samþykkt að fá
Pétur Magnússon málaflutningsmann til að reka málið fyrir félagsins
hönd.
Dómur í málinu var kveðinn upp í gestarétti Reykjavíkur 17. mars
1926. Verða hér raktar helstu niðurstöður dómsins.
Vitnað er í samþykkt um sýsluveginn Svínvetningabraut, sem birt-
ist í stjórnartíðindum B 1920 bls. 236-237. Síðan segir:
„Eigi verður annað séð í skjölum málsins, en að samþykkt þessi hafi
fengið löglegan undirbúning eftir lögum nr. 38 frá 1919, þannig að
álits vegamálastjóra hafi verið leitað um vegalagningu og hann ráðið
til hennar og sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu hafi, fyrir sitt leyti,
samþykkt samþykktarfrumvarpið áður en það var samþykkt á sam-
þykktarsvæðinu, enda myndi samþykktin eigi hafa náð staðfestingu
atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins ef undirbúningurinn hefði
ekki verið lögmætur.“
Þá er fjallað um kröfur stefnanda, en síðan segir:
„Þess ber að gæta í þessu máli, að það eru sýslunefndirnar, en ekki
einstökum hreppum eða félögum einstakra manna, sem í lögum nr. 38