Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 139
HÚNAVAKA
137
Upp á brekkubrúninni sér til skarðsins, sem er að hverfa í þoku.
Hún fyllir brátt skarðið og teygir sig niður í skriðurnar. Hér er um
urðir og mela að fara, lækjarsytrur og mosateygjur. Brátt er sólin
horfin og úrg þokan lykur um okkur. Klæðst er peysum og regnfötum
í skyndi. Stórgrýtt urðin í síðustu brekkunni verður drjúg þegar ekki
sér til kennileita. Einn félaga saknar myndavélar sinnar, en lítil líkindi
að hún finnist við þessar aðstæður. Áfram er haldið. Loks er skarðinu
náð, sem er í um 470 m hæð yfir sjó. Nú hallar undan fæti og niðri í
miðri fjallshlíðinni er komið út úr þokunni og Hlöðuvíkin blasir við.
Rauðmálað sæluhúsið er austast í víkinni, við eyðibýlið Búðir. Þangað
er haldið, og fara þeir fremstir, sem þar eiga föðurtún.
Hér er gott að koma. Brátt er eldur kominn í kabyssuna og kaffi-
lyktin angar um vistlegt húsið. Notaleg er stundin göngumóðum
ferðalang. Einn af öðrum hverfum við niður í svefnpokana og sofnum
vært út frá snarkinu í kabyssunni.
Sunnudaginn 10. ágúst vakna menn seint og löngu runninn hinn
fegursti dagur er út er litið. Sólin í fullu suðri, báran lóar við fjörustein
og sjófuglinn hópar sig skammt undan landi. Mófuglinn flögrar um og
syngur sína siðsumars söngva. Hér er gott að una um stund, í þessari
skjólsælu vík, milli Hælavikur og Kjaransvíkur. En það týndist
myndavél i gær. Tveir félagar ferðbúast, stinga bita í vasann og taka
stefnu á Hlöðuvíkurskarð, sömu leið og þeir komu kvöldið áður. En nú
er annar svipur á gönguleiðinni. Dögg glitrar á blómum og mosa-
þembum. Hér hefir verið sá silfurmeistari, sem mest kann fyrir sér
allra meistara, gefur ekkert falt, en veitir göngufúsum ferðalang af
gnægð sinnar listar.
Og hinumegin skarðsins bíður myndavélin á steini, áningarstað frá
kvöldinu áður.
Um miðaftansleytið er komið til baka, og smakkast þá vel nýsoðinn
silungur. Dagur líður að kvöldi og hljóðlát nóttin leggst yfir landið.
Þokan læðist niður úr fjallaskörðunum, niður um miðjar hlíðar.
Þegar út er litið mánudaginn 11. ágúst er sólin að ljúka við að
hreinsa næturþokuna úr fjallaskörðum, og skín nú af heiðum himni.
Logn er og hlýtt í veðri.
Að morgunverkum loknum er gengið í Kjaransvík og hin rekaríka
fjara skoðuð. Farið er allt að eyðibýli vestast í víkinni, sem mun
skamma stund hafa verið í byggð. Þar er fjaran einkar skemmtileg,
klettar og bergnaggur sérkennilegur, mikið um fugl og selur, sem