Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 52
50
HÚNAVAKA
fékk rauðan stólpagrip, sem Sigurjón póstur átti. Hann var ekki eins
þýður og sá jarpi, en allsæmilegur.
Nú var lagt á Hrútafjarðarháls, og var hann slæmur yfirferðar,
þurfti stundum að sneiða fyrir fúnar keldur. Við vorum því mjög fegin
þegar við komum að Staðarbakka, þar var stansað mjög stutt. Vaðið á
Miðfjarðará var rétt fyrir neðan túnið á Staðarbakka. Það var talið
gott vað, lítill straumur en nokkuð djúpt, enda leysing til heiðanna.
Sigurjón skipaði karlmönnum, sem þarna voru, að vera til hliðar við
okkur vfir ána, ef til kæmi að okkur sundlaði. En við stóðum okkur eins
og hetjur. Þegar upp úr ánni kom, tók við Miðfjarðarháls, en hann var
bæði styttri og greiðfærari en Hrútafjarðarháls. Þ\ú næst tók við
Línakradalur, og í honum er Miðfjarðarvatn. Riðum við út með
vatninu að austan, fram hjá Sporðshúsum og Selási, en þeir bæir eru
nú komnir í eyði. Bærinn Selás stóð á hálsinum sem skilur Linakradal
og Víðidal. Vegurinn lá skammt fyrir norðan Auðunarstaði og
Galtanes, og var vaðið á Víðidalsá mjög nálægt því sem brúin á henni
er nú.
Okkur gekk vel yfir ána og næsti áningarstaður var Lækjamót. Þar
var lengi póstafgreiðsla og símstöð, og þangað sóttu t.d. Þverhrepp-
ingar og Vatnsnesingar (norðan til) póst sinn. Ólafur Ólafsson hét
pósturinn, sem lengi var í ferðum frá Lækjamóti að Illugastöðum á
Vatnsnesi. Á Lækjamóti bjuggu hjónin Sigurður Jónsson og Margrét
Eiríksdóttir, og fengum við þar góðar viðtökur bæði fyrir okkur og
hestana.
Nú var leiðin óðum að styttast til áfangastaðar míns, en eins og áður
er sagt var ferð minni heitið að Hnausum í Þingi. Þar ætlaði ég að vera
kaupakona hjá ungum hjónum, sem höfðu keypt hálfa jörðina. Hinn
helminginn kevpti Sveinbjörn Jakobsson, sem seinna varð maðurinn
minn. Ekki grunaði mig það þegar ég lagði áf stað í þessa ferð, að hún
yrði svo afdrifarík, að á þessum bæ ætti ég eftir að vera húsmóðir í
hálfa öld.
Hjónin, sem ég var hjá um vorið og sumarið, hétu Jakobina Þor-
steinsdóttir frá Grund í Svínadal og Jakob Guðmundsson frá Holti.
Svo vel kunni ég við mig í Hnausum, að ég fór til þeirra aftur næsta
vor, 1913.
— Hvenœr kemurðu svo alkomin að Hnausum?
— Það var haustið 1915, og var ég að búa mig undir væntanlegan
búskap, en við Sveinbjörn giftum okkur 4. júní 1916 í Auðkúlukirkju.