Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 187
HÚNAVAKA
185
hvers kyns mótlæti af einstöku æðruleysi, en hún heyrðist aldrei mæla
æðruorð til hinztu stundar.
Útför hennar fór fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju 24. apríl.
Bjarki Ólafsson lézt 16. júní á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík.
Hann var fæddur 5. janúar 1982 og var því aðeins fimm mánaða, er
hann lézt. Foreldrar hans eru Helga Káradóttir og Ólafur Guð-
mannsson, Smárabraut 1, Blönduósi.
Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 23. júní.
Elín Jóhannesdóttir, Svínavatni, lézt á Héraðshælinu 6. september.
Hún var fædd á Svínavatni þann 24. janúar 1897. Foreldrar hennar
voru hjónin Jóhannes Helgason og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir,
bæði húnvetnskrar ættar, er bjuggu allan
sinn búskap á Svínavatni. Lézt Jóhannes ár-
ið 1946, en Ingibjörg 1954.
Var Elín næstelzt átta systkina, en af þeim
eru nú fimm á lífi, látin eru auk hennar,
Friðrik, er lézt í barnæsku, og Steinvör Guð-
rún, er lézt fyrir nokkrum árum. Hún var
búsett í Reykjavík. Á lífi eru: Jóhanna,
Guðmundur og Steingrímur, öll búsett á
Svínavatni, og Helga og Ólafía, búsettar í
Reykjavík.
Elín ólst upp á Svínavatni hjá foreldrum
sínum í stórum hópi systkina, en þótt barnahópurinn væri stór, komst
heimilið vel af. Allir höfðu nóg að bíta og brenna, og fljótlega lærðu
börnin þá list að vinna og standa á eigin fótum.
Elín naut barnaskólagöngu heima á Svínavatni, en þar tíðkaðist þá
að hafa heimiliskennara. Að loknu barnaskólanámi settist Elín í
Kvennaskólann á Blönduósi og stundaði þar nám tvo vetur. Dvaldi
hún í skólanum fyrsta veturinn, sem hann var starfræktur sem hús-
mæðraskóli, en áður hafði farið þar fram gagnfræðanám. Dvölin þar
varð henni notadrjúg, enda var hún námsmanneskja góð og iðin í
bezta lagi. Nokkrum árum síðar bætti hún við sína menntun og
stundaði saumanám á Akureyri einn vetur.
Hlutskipti Elinar varð að standa fyrir heimili á Svínavatni, fyrst
með foreldrum sínum, en eftir lát þeirra ásamt systkinum sínum