Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 92
90
HÚNAVAKA
í fyrstu svo fákænn, að ég hélt að mér tækist með ljósum rökum að telja
honum hughvarf og lækna hans sjúku sál, en sannfærðist brátt um að
til þess var ég ekki fær. Dauðakvíði hans og sálarangist var átakanleg.
Líkamlegar kvalir eru léttbærar borið saman við andlegar þjáningar,
og það er óumræðilega raunalegt að vera áheyrandi að slíkri kvöl og
geta ekki úr bætt.
Að lokum fór svo að ég hélst ekki við í baðstofunni og flúði fram á
stofuloft, var þar járnþak, sem hvíldi á langböndum, en engin súð.
Væri úrfelli með vindi, buldi svo hræðilega á járninu að ég kveið fyrir
að klæða mig og fara til vinnu í slíku hundaveðri. En þegar ég kom út
á hlaðið var oft besta veður, aðeins hraglandi.
Eftir þetta sá ég Jóhann ekki nema tvisvar á dag, þegar ég gekk til
snæðings. Honum hnignaði sífellt og hugsýki hans rénaði ekki. Nú var
hann orðinn mjög óhreinn og lagði frá honum megnan óþef.
Svo var það einn dag, þegar við höfðum lokið dagverði, að Vil-
hjálmur bóndi varð eftir er við fórum á engjarnar. Skömmu síðar kom
hann á engjar og sagði mér að nú hefði hann tekið Jóhann gamla taki,
þvegið hann allan upp úr volgu sápuvatni og klippt af honum hár og
skegg. Ég spurði hvort hann hefði ekki orðið að beita valdi. Jú ekki
varð öðru við komið. En þegar hann hafði lokið frásögn sinni, var
breitt hvítt lak á baðstofumæninn. Við skunduðum heim, vissum að
eitthvað hafði borið fyrir.
Þegar ég kom inn úr göngunum á móts við rúm Jóhanns, heyrði ég
korra í honum eins og hann væri að hengjast, brjóstið gekk upp og
niður af mæði. Hann lá afturábak upp við hægindi, andlitið var náfölt
og augun höfðu dregist upp undir augnlokin, svo að sá aðeins í hvít-
una í þeim. Þó að ég hefði aldrei séð mann deyja, var mér ljóst að líf
hans var að fjara út. Allt í einu rak hann upp hræðilegt org. Mér varð
flemt við og hrökk afturábak. En nú rak hvert andvarpið annað, það
slaknaði á svipnum og hægur titringur fór um hann allan og hakan féll
niður á bringu. Hann var örendur. Hans hrjáða sál hafði losnað úr
tengslum við sterkan líkamann.
Jóhann var jarðsettur á Tjörn í Svarfaðardal 1. september 1907, þá
74 ára. Séra Kristján Eldjárn Þórarinsson talaði yfir líki hans. Hann
talaði um gæfuleysi hans, hrakningalíf og raunir, og hafði yfir vísu
Kristjáns Fjallaskálds: Yfir kaldan eyðisand. Líf hans hefði verið
eyðimerkurganga. Ég var líkmaður og grafarmaður.
Á hans dögum voru ekki til sjúkrahús hér á landi þar sem hjúkrað