Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 210
208
HÚNAVAKA
Skráð óhöpp í umferðinni urðu
86 á árinu, en lítið um alvarleg
slys á fólki og ekkert dauðaslys.
Eitthvað er alltaf um útafkeyrslur
og ýmis smærri umferðaróhöpp,
sem ekki eru tilkynnt til lögregl-
unnar.
Nítján ökumenn voru kærðir
fyrir meinta ölvun við akstur og
er það mjög svipuð tala og á sl.
ári.
Frímann.
MINNKANDI INNLÁN.
Árið 1982 reyndist bankakerfinu
frekar erfitt og raunar mun erfið-
ara en ráð var gert fyrir í ársbyrj-
un. Fór Útibú Búnaðarbankans á
Blönduósi ekki varhluta af þess-
um erfiðleikum og var því nær
stöðugt í skuld við aðalbankann
og var svo í árslok.
Þróun peningamála var mjög
óhagstæð á árinu 1982 og veru-
lega dró úr aukningu innlána.
Heildarinnlán jukust um 59,5% á
árinu, eða 15,2% minna en árið
1981. Nokkrar skýringar liggja
hér að baki. Fjárfesting í hérað-
inu var mjög mikil á árinu,
ávöxtunarkjör óhagstæðari fram-
an af árinu og jafnframt kynti
efnahagsleg óvissa undir eyðslu
og dró úr sparnaði. Raunveruleg
innlánsaukning varð því aðeins
17,3%, þ.e. aukning innlána,
þegar vextir og verðbætur hafa
verið dregin frá. Á árinu 1981 var
sambærileg aukning 33,7%.
Verður nú nánar vikið að
helztu þáttum í starfsemi útibús-
ins.
Innlán.
Heildarinnlán útibúsins voru
81.167 þúsundir króna í árslok
1982, en voru 50.878 þúsundir
króna í árslok 1981, og höfðu því
aukist um 30.289 þúsundir, eða
59,5%. Árið áður var aukning
innlána 21.757 þúsundir króna,
eða 74,7%. Aukningin á árinu er
aðeins yfir meðaltals innláns-
aukningu bankans í heild, sem
reyndist vera um 57,1%.
Innlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Veltiinnlán 11.477
Almenn innlán 29.777
Bundið fé 39.913
Bundið fé hjá Seðlabanka Is-
lands nam í árslok um 20.879
þúsundum króna og hafði aukist
um 8.764 þúsundir króna á árinu,
eða um 72,3%.
Útlán.
Heildarútlán útibúsins námu
129.495 þúsundum króna í árs-
lok, en 73.523 þúsundum króna
árið áður. Útlánsaukningin á ár-
inu varð því 55.972 þúsundir
króna, eða 76,1%, en sambæri-
V