Húnavaka - 01.05.1983, Blaðsíða 74
72
HÚNAVAKA
í sjó frá Jónsmessu til rétta og ár verið riðnar á ísi í fyrrihluta septem-
ber. Ofan á þetta bættist svo það, að skæð mislingasótt barst um
landið og fækkun búpenings varð gífurleg.
Vart getum við nútímamenn gert okkur grein fyrir harðræði því,
sem almenningur í landinu bjó við á þessum árum, og karlmennsku
hefur þurft til þess að spá til um betri tima. Gera má þó ráð fyrir því,
og raunar er vissa, að skjólsæl lega Vatnsdals hefir bjargað sveitinni
frá verstu haröindunum, og hafi þau komið miklu harðar niður á
öllum útsveitum.
Þegar Búnaðarfélag Áshrepps var 25 ára árið 1907 voru niður-
stöðutölur rekstursreiknings aðeins krónur 749,53. Styrkur til félagsins
úr Landssjóði var þá 51 króna og fimm aurar, en 95 krónur eru veittar
i stvrk á unnar jarðabætur. Þó var það svo að á þessum árum var mikið
um það að félagið lánaði félagsmönnum peninga, en lánsfjárhæð var
mest 50 krónur á bónda.
Svo frumstæður var tækjakostur bænda á fyrsta aldarfjórðungnum,
að sótt var um styrk til kaupa á undirristuskerablöðum fyrir félags-
menn. Strengingartæki fyrir girðingar voru keypt til sameiginlegra
nota og fyrstu herfin voru úr tré, með járngöddum, og aðeins fyrir einn
hest.
Þegar félagið var 25 ára var tækjakostur þess: Þrjú herfi, mold-
skófla, gaddavírsvinda og undirristuspaðablað.
Árið 1904 sækir Þorsteinn Konráðsson bóndi á Eyjólfsstöðum um
lán úr félagssjóði til kerrukaupa, og árið 1908 er bróður hans Eggert á
Haukagili falið að kaupa þvottavél á krónur 38, sem svo skuli seld er
búið sé að reyna hana.
Samþykkt er árið 1910 að greiða eina krónu af hverjum félagsmanni
til ráðningar á ráðunaut fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur, þó
svo fremi að önnur búnaðarfélög á svæðinu geri það einnig. Fer nú að
rofa fyrir hinum nýja tíma. Árið 1913 er Birni Sigfússyni á Kornsá
veittur styrkur út á hlöðukjallara, er hann byggði árið áður. Er það
elsta steinsteypta hús í Vatnsdal og stendur ennþá.
Árið 1914 er hafið máls á stofnun nautgriparæktarfélags í Áshreppi,
af Guðjóni Hallgrímssyni, þá í Hvammi. Einnig var þá rætt um að
gera akfæran veg fram dalinn að vestan, frá hreppamörkum Ás- og
Sveinsstaðahreppa. Leitað var samvinnu við bændur í Sveinsstaða-
hreppi, en undirtektir þeirra voru daufar. Athyglisvert er þó að
Sveinsstæðingar sóttu um 50 krónu styrk til Búnaðarfélags Áshrepps,
\