Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 www.reykjafell.is Nánari upplýsingar veita löggiltir rafverktakar. Rétt uppsetning og meðhöndlun tryggir endingu og ábyrgð, öryggi í þína þágu. hljóðlausnir Þann 2. janúar sl. birtist í blaðinu grein eftir mig þar sem ég benti á innlend skatta- skjól embættismanna, flugliða og annarra aðila. Ég viðraði þessi mál í ljósi ákafa emb- ættis skattrannsókn- arstjóra við kaup á stolnum gögnum er- lendis um annars kon- ar skattsvikara. Nú er komið upp úr dúrnum að til stendur að fylla ferðatöskur af erlendum gjaldeyri og flytja úr landi til að greiða þjóf- inum sem býr yfir umræddum gögnum fyrir þau nótulaust. Þar með hyggst skattrannsóknarstjóri taka þátt í því að sá aðili sem greitt fær fyrir komi sér undan greiðslu tekjuskatts fyrir umrædd viðskipti í því landi þar sem hann er skattskyldur. Ef þetta mál hefði ekki hlotið þá fjölmiðlaumfjöllun sem raun ber vitni þá væri maður handviss um að hér væri á ferðinni brot úr reyfara þar sem mafíósar í Rússlandi koma við sögu, svo krassandi eru þessar hugmyndir. Kannski er þetta bara reyfari sem skattrannsóknarstjóri er með í smíðum? En ábending mín í fyrri grein var ekki alveg tæmandi. Í hana vantaði þann þátt sem snýr að mútum til embættismanna hjá ríkinu. Þannig er að þeir sem fljúga til útlanda á vegum vinnu- veitanda síns eiga þess kost að safna vildarpunktum persónulega hjá a.m.k. einu flugfélagi hér jafn- vel þótt flugmiðinn sé greiddur af vinnuveitanda. Punktasöfnun þessi er því meiri sem dýrari flugmiði er keyptur og þar af leiðandi er hagur punktasafnarans því meiri sem kaup flugmiðans eru óhagstæðari fyrir greiðanda hans. Þessa punkta getur svo viðkomandi nýtt í eigin þágu til að greiða fyrir þjónustu um borð í vélum flugfélagsins þeg- ar hann ferðast á eigin vegum og jafnvel greitt fyrir flugmiða sé um mikla punktasöfnun að ræða. Hér er að sjálfsögðu um að ræða skatt- skyld hlunnindi (sem fengin eru með vafa- sömum hætti) á sama hátt og mismunur fenginna dagpeninga og þess kostnaðar sem launþegi verður fyrir er skattskyldur sam- kvæmt lögum um tekju- og eignaskatt. Ríkisskattstjóri hefur hins vegar ekkert haft sig í frammi við að uppræta þessi skatt- svik, væntanlega vegna þess að hann sjálfur og fólk af sama sauðahúsi nýtur góðs af því að láta kyrrt liggja. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur ekki viðrað það, a.m.k. ekki opinberlega, að það hyggist beita sér fyrir að uppræta þessa glæpi, væntanlega af sömu ástæðum. Þar sem ég er mikill áhugamaður um að allir sitji við sama borð hvað skatt- framkvæmd snertir vil ég leggja mitt af mörkum til að koma slíku jafnræði á. Þar af leiðandi býð ég hér með fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, í þessu bréfi sem einnig hefur verið sent honum í tölvupósti og óskað eftir svörum á sama vettvangi að taka að mér rannsókn á skattsvikum af þessu tagi. Þetta eru tiltölulega einfaldir hlutir sem felast í að yfirfara fram- töl þeirra sem eiga í hlut og kalla eftir þeim gögnum sem styðja eiga það að talið hafi verið rétt fram og endurákvarða síðan skatta til sam- ræmis við fyrirliggjandi gögn og/ eða gögn sem ekki eru fyrirliggj- andi en þurfa að vera til staðar til að fullnægja skilyrðum til frádrátt- arheimilda. Þar sem ég hef verið dæmdur úr leik við þá líkamlegu vinnu sem ég stunda að staðaldri næstu mánuði af persónulegum ástæðum mun ég hafa rúman tíma til verka af þessu tagi á meðan ég verð þrátt fyrir þetta fullfær til að leggjast í þess háttar rannsókn- arvinnu meðan ég er frá mínum hefðbundnu störfum. Þar af leið- andi býðst ég til að taka þessi störf að mér tímabundið án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Ég hef þá í hyggju að byrja rannsókn mína á alþingismönnum, ráðherrum og starfsmönnum ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Að þessu loknu er ég hugsanlega tilbúinn til að semja um áframhaldandi vinnu á þessu sviði gegn árangurs- tengdum greiðslum en ekki hvarfl- ar þó að mér að fara fram á að fá greitt fyrir það í reiðufé án útgáfu reikninga. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að því valdi sem mér mun verða veitt til þessara verka muni verða misbeitt þar sem ég gef loforð um veita þeim skúrk- um sem svikið hafa undan með þessum hætti tækifæri til að telja sjálfviljugir fram það sem vantalið hefur verið og losna þannig við álag og sektir og sleppa þá jafn- framt við viðurlög vegna skatta- lagabrota. En slíkt boð mun að sjálfsögðu verða bundið mjög knöppum tímamörkum og eftir að þau mörk eru liðin mun verða sótt að viðkomandi aðilum af fullum þunga. Ég vænti þess, Bjarni, að þú verðir í sambandi við mig sem allra fyrst svo við getum gengið frá samkomulagi um þetta verkefni og hlakka ég mikið til að takast á við þetta. Þá eru margir félaga minna áhugasamir um þetta og eru til- búnir til að leggja þessu lið. Ég get lofað því að þetta mun skila tals- verðum tekjum í ríkissjóð sem þá má nýta til styrkingar heilbrigð- iskerfinu og/eða samgöngubóta en við getum væntanlega verið sam- mála um að þar er af nógu að taka. Séu einhverjir að gera sér grillur um að þessi skrif mín séu sett fram í hálfkæringi eða gríni þá skal ég taka af öll tvímæli um það – ég býð fram þessa þjónustu mína af fullri alvöru. Hver rannsakar þá? Opið bréf til fjármálaráðherra Eftir Örn Gunnlaugsson »Ég vænti þess,Bjarni, að þú verðir í sambandi sem allra fyrst svo við getum gengið frá samkomulagi um þetta verkefni og hlakka ég mikið til … Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. Í Fluggörðum við Reykjavíkurflugvöll er grasrót flugsins með aðstöðu, þarna er að finna flugskóla þar sem bæði tilvonandi flug- menn og flugvirkjar stunda sitt nám ásamt einkaflugmönnum, flug- rekstraraðilum og Flugsögufélagi Íslands, svæðið er um 4,5 hekt- arar og eru þarna 8.000 fermetrar af byggingum þar sem eigendur hafa greitt samviskusamlega fast- eignagjöld ásamt lóðarleigu en svæð- inu var úthlutað til grasrótarinnar árið 1978. Samkvæmt nýju umdeildu deili- skipulagi Reykjavíkurflugvallar er þetta svæði á útleið en fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og fyrrverandi borg- arstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, skrif- uðu undir samkomulag í Hörpu 25. október 2013 þar sem finna skyldi grasrótinni annað svæði og ætti það að gerast á þessu ári, þ.e. árinu 2015. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, toppaði svo úthýsingu grasrótar flugsins úr Vatnsmýrinni með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að Háskóli Íslands fengi svæði Fluggarða. En nú er það spurning, ætlar Háskóli Íslands virkilega að þekkjast boð borgarstjóra og úthýsa þar með flugkennslu frá Reykjavíkurflugvelli? Hvað hefur HÍ við þetta svæði að gera? Reykjavík- urborg gaf HÍ góða lóð við Sæmund- argötu 15-19 en HÍ hafði greinilega ekki meira við hana að gera en svo að hún var strax framseld til lyfjafyr- irtækisins Alvogen BioTech. HÍ átti að fá aðstöðu í húsakynnunum Alvogen, en samkvæmt síðustu fréttum getur Alvogen ekki hleypt HÍ inn í húsið þrátt fyrir ákvæði í samningi þess heldur hefur Alvogen óskað eftir annarri lóð og lofa þá HÍ aðstöðu í þeim húsakynnum. Auðvitað er það skiljanlegt að HÍ framselji lóðina til Alvo- gen þar sem HÍ fær tæp- ar sextíu milljónir á ári í lóðarleigu, þessi gjafa- gjörningur Reykjavík- urborgar er því ekkert annað en óbein styrkveiting til HÍ. Samkvæmt þessu þá er lyfjaverk- smiðja (efnaverksmiðja) að fá meira svæði í Vatnsmýrinni á sama tíma og grasrót flugsins verður úthýst. Samkvæmt áðurnefndu samkomu- lagi áttu innanríkisráðherra og Isavia að finna almannafluginu (kennslu- og einkaflugi) annan stað, við vitum það sem höfum eitthvað unnið að flug- málum að flugvöllur verður ekki teikn- aður á einni nóttu en okkur vitandi þá hefur lítið sem ekkert gerst í þeim málum frá október samkomulaginu 2013. Er það sennilega vegna þess að ekki eru til fjármunir til að byggja annan flugvöll og þar sem hann er ekki fullbyggður og klár, leyfið okkur þá að vera áfram í Fluggörðum, a.m.k.á meðan Reykjavíkurflugvöllur er í rekstri og ekki hefur verið byggð ný aðstaða fyrir grasrótina. Eftir Val Stefánsson Valur Stefánsson » Leyfið okkur þá að vera áfram í Flug- görðum, a.m.k. á meðan Reykjavíkurflugvöllur er í rekstri. Höfundur er formaður AOPA á Íslandi, félags flugmanna og flugvélaeigenda. Ætlar Háskóli Íslands að úthýsa grasrót flugsins? Mig langar að skrifa aðeins um leiðrétt- inguna miklu á hús- næðislánum. Hún er dæmi um að fara fjalla- baksleið í stjórnsýslu. Aðferðin, að þvinga fólk til að fá auðkenni, kostaði almenning og fyrirtæki a.m.k. tvo milljarða króna í töp- uðum frítíma og minni framlegð fyrirtækja, fyrir utan kostn- að bankakerfisins, sem hefur áreið- anlega ekki verið minni. Kostnaður almennings fólst í að kynna sér auðkennið, spyrjast fyrir, ræða á vinnustöðum, standa í bið- röðum í bankanum og fara inn í kerfið allnokkrum sinnum pr. hvern ein- stakling. Umsóknarferlið og aðferðin við leiðréttinguna tryggði að aldraðir, fólk með kvíðaraskanir og almennt þeir sem ekki höfðu getu til að kynna sér og sækjast eftir leiðréttingu og gerðu ekkert í eða höfðu ekki burði til að biðja um utanaðkomandi aðstoð urðu af henni. Réttlát aðferð hefði verið að sleppa því að gera umsókn skilyrði leiðrétt- ingar, reikna hana fyrir alla sem áttu rétt í upphafi. Kostnaðarlítil og réttlát fram- kvæmd leiðréttingar hefði verið að gefa út tilkynningu um að þeir sem færu ekki sjálfviljugir inn á sérstakan reit hjá skattur.is og afþökkuðu leið- réttinguna, fengju hana. Nú er verið að fara enn eina fjallabaksleið- ina í stjórnsýslu með því að ræða allskonar kostn- aðarsamar leiðir við að fá ferðamenn til að taka sanngjarnan þátt í rekstri landsins sem þeir heimsækja. Ein- kenni allra þessara leiða er að meirihluti tekn- anna mun fara í kostnað við kerfið sjálft og blása út ríkisbáknið. Lausnin blasir við, að færa þá þjónustu við ferðamenn sem ber matarskatt (niðurgreiddan virð- isaukaskatt) upp í efra þrep virð- isaukaskatts. Þetta kostar nánast ekki neitt og er sanngjörn leið sem skilar miklu meiru en kostn- aðarsamur náttúrupassi. Fjallabaksleiðir geta verið skemmtilegar en þær eiga ekki við í stjórnsýslu. Fjallabaksleiðir í stjórnsýslu Eftir Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson » Flókin mál í stjórn- sýslu kalla á það að skipuleggjendur hugsi skýrt. Huga þarf að kostnaði ríkisins, at- vinnulífsins og fólksins í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um skilvirka, ódýra stjórnsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.