Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 68
 Stofnað 1913  49. tölublað 103. árgangur  F Ö S T U D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Í upphafi skyldi endinn skoða. Þann 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið. SEGIR HÆGT AÐ BÆTA KJÖR VERKAFÓLKS SJÓARAR SEGJA SÖGUR HEFUR GERT UPP PARÍS OG HAMBORG TOGARAJAXLAR 51 FAGURKERI 43UMBÓTASTARF 41 „Það hefur verið mokveiði við Reykjanesið hjá öllum sem sækja í þorskinn. Ég man ekki eftir öðrum eins landburði af fiski hjá minni bátunum og er ég þó búinn að vera í þessu frá 1988,“ segir Guðjón Þ. Ólafsson, útgerðarmaður Óla Gísla GK frá Sandgerði. Þegar gefið hefur undanfarið hefur veiðst mjög vel og náði afla- hrotan hámarki á þriðjudaginn áð- ur en vonskuveður skall á. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Grétar Sigurbjörnsson, hafnarstjóri í Sandgerði. Guðjón segir að mokveiði sé hjá nánast öllum og minni línubátar, sem ekki eru á flótta undan þorsk- inum, hafi margir tvíhlaðið. Slíkt teljist vart lengur til tíðinda. Auk heimabáta landa bátar víða að í Sandgerði, en þó einkum úr Grinda- vík blási vindáttir þannig. »55 Aflahrota og mok hjá nánast öllum  Landburður af fiski í Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Löndun Á góðum degi í Sandgerði.  Fjörutíu og fimm kjarasamn- ingar á almennum vinnumarkaði renna út á morgun ásamt á þriðja tug samninga á opinberum vinnu- markaði, þ.e. félaga í BHM og BSRB. Samninganefndir Starfs- greinasambandsins (SGS) og Sam- taka atvinnulífsins (SA) koma sam- an á sáttafundi í dag og segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, að ef fundir reynist árangurslitlir muni þeir þrýsta á kröfur sínar með að- gerðum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir kaup- mátt launa hafa aukist um 5% á síð- asta ári. Aukinn kaupmáttur og stöðugleiki sé samtvinnað mark- mið. »60 Samningar renna út og sættir reyndar Veðurblíðan braust fram í gær á milli þess sem vetur konungur lét til sín taka með tilheyrandi vindi og snjó- komu. Krakkarnir í Austurbæjarskóla biðu ekki boð- anna og héldu út á fótboltavöll þar sem fram fór fót- boltamót á milli bekkjanna. Sá bekkur sem bar sigur úr býtum keppti að lokum við lið kennaranna. Þeir sem ekki tóku þátt í keppninni tóku sér stöðu á hliðarlín- unni og hvöttu sitt fólk til dáða, með sólina sér við hlið. Stutt stund milli stríða Morgunblaðið/Eggert Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í gær Margrét Kr. Sigurðardóttir margrét@mbl.is Hagnaður þriggja stærstu bankanna nam samtals 81,2 milljörðum króna á síðasta ári. Landsbankinn skilaði mestum hagnaði eftir skatta eða 29,7 milljörðum króna, Arion banki var með 28,7 milljarða hagnað og Íslands- banki hagnaðist um 22,8 milljarða. Árið á undan var samanlagður hagn- aður bankanna þriggja 64,6 milljarð- ar króna og hefur því hagnaður þeirra aukist um 26% á milli ára. 1.139, í samstæðu Arion banka voru jafnmargir starfsmenn, 1.139, og í Landsbanka voru 1.126 starfs- menn. Bankarnir þrír greiða samtals 26 milljarða króna í tekju- og banka- skatt. Þar af er bankaskattur 8 milljarðar króna. Landsbanki greiðir þar hæstan skatt, 3 millj- arða króna, Arion banki 2,6 millj- arða og Íslandsbanki greiðir 2,4 milljarða króna í bankaskatt. Hagnaður 81 milljarður  Hagnaður viðskiptabankanna þriggja jókst um fjórðung á milli ára  Greiða 26 milljarða í skatta, þar af 8 milljarða í bankaskatt Starfsfólki fækkaði um 125 MLandsbankinn hagnast... »33 Heildareignir bankanna þriggja námu samtals 2.943 milljörðum króna í árslok þar sem hlutur Lands- banka var stærstur eða 37%. Eigið fé þeirra var samanlagt 598,5 milljarð- ar króna. Mest var eigið fé Lands- bankans, 250,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er svipað hjá Landsbanka og Íslandsbanka, 29,6%, en 26,3% hjá Arion banka. Fjöldi starfsmanna var samtals 3.404 og hefur þeim fækkað um 125 frá árinu á undan. Fjöldi starfs- manna í samstæðu Íslandsbanka var Samsett mynd/Eggert Bati Afkoma bankanna á síðasta ári var umtalsvert betri en árið áður.  Lögmál borgarísjakans gildir um verk listmálarans Jóhannesar Kjar- vals sem varðveitt eru í Listasafni Reykjavíkur við Klambratún. Að- eins lítill hluti þeirra er sýnilegur; flest verkin, stór og smá, eru í geymslum í kjallara hússins. Fjallað er um Kjarvalsstaði og rætt við umsjónarmann verkanna þar í greinaflokknum Heimsókn á höfuð- borgarsvæðið í Morgunblaðinu í dag. Einnig er sagt frá öflugu starfi íþróttafélagsins Vals á Hlíðarenda og nýrri Bónusverslun í hverfinu, svo nokkuð sé nefnt. »34-35 Flest listaverkin eru í geymslum  Vegunum um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið og Lyngdals- heiði var lokað síðdegis í gær vegna óveðurs og ófærðar. Ökumenn höfðu þá lent í vandræðum m.a. á Hellisheiði og í Þrengslum þar sem stór rúta fauk til. Vegirnir voru enn lokaðir í gærkvöld. Þá var veginum um Súðavíkurhlíð lokað vegna snjó- flóðahættu. »63 Fjölförnum leiðum lokað fyrir umferð Hellisheiði Ökumenn lentu í vandræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.