Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Síða 10

Ægir - 01.10.2014, Síða 10
10 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Óskum landsmönnum öllum gleðiríkrar hátíðar og farsældar á nýju ári Starfsfólk Ísfells Mikil atvinnusköpun Fiskeldi hér á landi hefur geng- ið í gegnum bæði hæðir og djúpa öldudali en Gunnlaugur segist enga trú hafa á öðru en að þetta gangi upp í þetta sinn enda mjög vel staðið að öllu nú og menn hafi lært af biturri reynslu fyrri ára. „Mönnum hefur lærst hvað er að virka og hvað ekki í fisk- eldinu. Þetta er alvöru atvinnu- grein enda færu menn ekki í hana nema vegna þess að það er hægt að gera góða hluti í þessum rekstri ef vel er að mál- um staðið. Þeir sem lengst hafa verið í þessu eru farnir að sjá betri afkomu af eldinu en áður en aðrir þurfa að bíða þolin- móðir í 1-3 ár enn þar til boltinn fer að rúlla á fullri ferð. Ég er ekki í vafa um að hér er á ferð- inni atvinnugrein sem skilar mikilli atvinnusköpun í landi, sem best sést á sjávarbyggðun- um á sunnaverðum Vestfjörð- um nú þegar. Með fullri virð- ingu held ég að þetta sé mun vænlegri atvinnusköpun en olíuhreinsistöð, svo dæmi sé tekið af hugmyndum um at- vinnusköpun sem settar voru fram hér áður. Það er engin spurning.“ Hlýrri sjór skapar tækifæri Sextán starfsmenn vinna hjá Eldislausnum ehf. í verkefnum fyrir fiskeldisfyrirtækin í landinu en hluti starfsmanna dvelur og vinnur á Vestfjörðum þar sem hvað hröðust uppbygging er í fiskeldinu hér á landi. Gunn- laugur segir að með eigin smíði á búnaði geti Eldislausnir boðið fiskeldisfyrirtækjunum búnað- inn ódýrari en ef hann væri fluttur inn erlendis frá og ekki má gleyma því að öll þjónusta við búnaðinn er við hendina. „Og hvað t.d. stýringar varð- ar þá segja starfsmenn eldisfyr- irtækjanna miklu skipta að allt er á íslensku og ekkert getur þannig misskilist. Hafandi starfað lengi í þess- ari grein er mjög gaman að fylgjast með uppganginum. Með hlýnun sjávar hafa okkur opnast ný tækifæri í þessari grein sem við höfum alla burði til að nýta,“ segir Gunnlaugur. Uppsetning á Oxy Clever kerfi Eldislausn. DUGGUVOGI 23 · 104 REYKJAVÍK · SÍMI 588 4600 · FAX 588 4601 · NETFANG vokva@simnet .is v e r s l u n & v e r k s t æ ð i FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA ... tengi ... rör ... mæla ... festingar ... vélaþurrkur ... háþrýstislöngur Seljum ... ... dælustöðvar ... rör og spissarör ... tjakka Smíðum ... ... einstaklingum ... fyrirtækjum ... útgerðum Þjónum ... ... hluti í hverskyns vökva- og glussakerfi Sérpöntum ...

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.